Lífið

Selma Björns og Sigga Beinteins gefa út jólalag saman
Söng- og vinkonurnar Selma Björns og Sigga Beinteins hafa sent frá sér jólalagið Klædd í rautt. Vignir Snær Vigfússon sá um upptökur og útsetningu. Jóhann Axel Andersen íslenskaði texta lagsins Wrapped in Red.

Kynningarmyndbönd frá „ráðuneyti“ slá í gegn
Að undanförnu hafa myndbönd frá Twitter-reikningnum „Undanskipulagsráðuneytinu“ vakið nokkra lukku á meðal notenda forritsins. Þar birtist maður sem gefur sig út fyrir að vera opinber starfsmaður í ráðuneyti, miðlar reynslu sinni af stjórnsýslu og ráðum til að gera megi enn betur. Spilun hefst á 16. mínútu að ofan.

Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur
„Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

„Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi“
Guðrún Jónína Magnúsdóttir hefur sent frá sér bók þar sem sögð er sláandi saga af ódæðum afa hennar. Hann nauðgaði móður hennar sem varð í tvígang ólétt af hans völdum.

Gera geggjuð fjölskyldujólakort: „Ekki einu sinni mamma veit neitt“
„Það eru allir alla leið í þessu. Eða „all in“ eins og maður segir. Krakkarnir meira að segja pressa á okkur hvenær við ráðumst í þetta. Tengdabörn eru með. Vinir og vandamenn spyrja hvað megi búast við með næsta jólakorti,“ segja hjónin Lóa Dís Finnsdóttir og Torfi Agnarsson um fjölskyldujólakortin sem send hafa verið út síðustu árin og vægast sagt vekja athygli.

Hátíðarstemning við tendrun Óslóartrésins
Ljósin á Óslóartrénu voru tendruð á Austurvelli síðdegis í dag, á þessum fyrsta sunnudegi aðventu. Líf og fjör var í miðborginni og borgarbúar sungu jólalög á meðan ljósin voru tendruð.

Guðmundur R. lætur rödd sína óma í nafni félagsmála
Nýlega gaf Guðmundur út plötuna sína Einmunatíð sem hefur setið á opinberatopp 10 listanum 4 vikur í röð.

Kokkalandsliðið hlaut gullverðlaun
Íslenska kokkalandsliði hlaut gullverðlaun fyrir frammistöðu sína í keppni í þriggja rétta matseðli sem eldaður er fyrir 110 manns, sem fór fram í gær.

Fimm ráð fyrir góða andlega- og líkamlega heilsu í jólaösinni
Þjálfarinn Guðlaug Ýr Þórsdóttir fór í örlagaríkan pilates tíma þegar hún var tvítug en eftir hann varð hún hugfangin að hreyfingunni og þjálfar í dag aðrar konur. Hún deilir fimm ráðum með lesendum Vísis til að viðhalda góðri andlegri- og líkamlegri heilsu í jólaösinni.

Pallíettur, pils og Peaky Blinders einkenna jólatískuna í ár
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu og jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaboð og hinir ýmsu viðburðir því á næsta leyti. Það er því ekki seinna vænna að byrja huga að því hverju skal klæðast yfir hátíðirnar. Vísir ræddi við Evu Birnu Ormslev, eina fremstu tískudrottningu landsins, um hvað verður heitast í jólatískunni í ár.

Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“
Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra.

„Pældu í því að taka úr sér líffæri til að geta eignast annað barn með mér“
Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum ræðir hann samband sitt við eiginkonu sínu Valdísi Unnarsdóttur en saman eiga þau eina dóttur, Svandísi Ríkharðsdóttur.

„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“
Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Í sjálfheldu í vonskuveðri á þverhníptu bjarginu
Á gamlárskvöld árið 1994 fældist hópur hesta frá bænum Tungu í Svínadal við flugeldasprengingar. Ragnar Axelsson ljósmyndari slóst í för með hópi manna sem hugðist halda í leiðangur upp á fjallið til þess að bjarga hestunum.

Á ferð með mömmu vinnur aðalverðlaun á Pöff
Íslenska kvikmyndin Á ferð með mömmu hlaut í kvöld aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar Tallinn Black Nights Film Festival, eða Pöff, í Eistlandi. Kvikmyndahátíðin er ein sú stærsta í Austur-Evrópu.

Mun færri konur fara nú aftur á ofbeldisheimilið
„Við leggjum af stað mjög hugaðar í þetta verkefni,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Sigur Rós fyllti Laugardalshöll út úr dyrum
Húsfyllir og vel það var í Laugardalshöll í gær þegar stórsveitin Sigur Rós steig á svið í fyrsta skipti í fimm ár hér á landi.

P!nk ætlar aldrei að hætta að dansa
Tónlistarkonan P!nk skipar ellefta sæti Íslenska listans á FM í þessari viku með lagið Never Gonna Not Dance Again. Vinsældum þessarar sögulegu söngkona virðast engin takmörk sett en hún hefur haldið sér stöðugri í rúm 22 ár í heimi tónlistarinnar.

Irene Cara er látin
Irene Cara, söngkonan sem gerði garðinn frægan með söng og leik í kvikmyndum á borð við Fame og Flashdance, er látin aðeins 63 ára að aldri.

Kokkalandsliðið stefnir aftur á gullið
Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn.

Var alltaf feiminn í æsku
Arnar Gauti Arnarsson er með sanni betur þekktur sem Lil Curly og hefur náð gríðarlegum fylgjendafjölda á samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Arnar Gauti var feiminn sem krakki en hefur með aldrinum sigrast á því með lífsmottóinu sínu. Hann er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum?
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum.

Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix
Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag.

Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“
Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði

Tenging, nánd og stelpudrama ríkjandi þema í listinni
Rakel Tómasdóttir er listakona og grafískur hönnuður sem hefur vakið mikla athygli fyrir svart hvítar teikningar sínar. Viðfangsefni Rakelar eru gjarnan konur og segir hún ástarlíf sitt síðastliðin ár hafa spilað veigamikið hlutverk í listaverkum sínum. Rakel er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Bylgjan órafmögnuð: „Hveragerði er náttúrulega New York Íslands“
Hljómsveitin Sycamore Tree kom fram á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð í gær. Dúettinn er skipaður þeim Ágústu Evu Erlendsdóttur og Gunnari Hilmarssyni.

Aron Mola átti ekki séns í Sigrúnu Ósk
Idol hefst í kvöld og af því tilefni mættu kynnarnir Aron Mola og Sigrún Ósk í sérstaka Idol spurningakeppni í Brennslunni í morgun. Að lokum voru úrslitin 7-2 og því nokkuð ljóst að annar kynnirinn gæti þurft að kynna sér málið örlítið betur.

„Algjörlega búinn að fá nóg af þessu kirkjukjaftæði“
Líkt og síðustu ár gefur Bítið á Bylgjunni út fallegt jólalag fyrir hátíðarnar. Lagið í ár samdi Bjartmar Guðlaugsson.

Nýjar leiðir til þess að binda kápuna
Það er óhætt að segja að árstími kápunnar sé upp á sitt besta þessa dagana en margir eru óvissir um hvernig best sé að binda bandið sem oft er á flíkinni.

„Við erum þakklát fyrir stækkandi fjölskyldu“
Parið Andri Steinn Hilmarsson og Sonja Anaís Ríkharðsdóttir Assier eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau eina fjögurra ára dóttur.