Skoðun

Ráð fyrir banda­menn mann­réttinda­bar­áttu fatlaðs fólks

Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar

Ég heiti Sunna Dögg Ágústsdóttir og ég er fötluð. Í þessari grein mun ég gefa ráð fyrir bandamenn mannréttindabaráttu fatlaðs fólks, hafið þó í huga að ég er bara ein fötluð manneskja og get því ekki talað fyrir hönd alls fatlaðs fólks.

Skoðun

Að vera manneskja

Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar

Ég hef átt mörg samtöl við dóttur mína sem er 15 ára um andlegt heilbrigði og líðan. Samtöl sem hafa leitt til umræðu um almenna líðan ungs fólks og hugmynda um væntinga til lífsins, hamingju og hvað það er að vera manneskja. Það er ótal margt sem hefur áhrif á börn og unglinga og þannig hefur það alltaf verið.

Skoðun

Rétta ríkis­fjár­mála­stefnan

Ólafur Margeirsson skrifar

Nú þegar hert hefur verið á ráðstöfunum sem er ætlað að draga úr útbreiðslu COVID-19 hefur ríkisstjórnin bætt í efnahagsstuðninginn. Það má gera ráð fyrir að umræðan um ríkisfjármál aukist aftur í kjölfarið og raunar hefur BSRB þegar sett niður sína rauðu línu. Því er rétt að minnast þess hver markmið ríkisfjármála eiga að vera.

Skoðun

Róm brennur en ráð­herra spyr spurninga

Tómas Guðbjartsson skrifar

Nú hefur Landspítali verið á neyðarstigi frá 28. desember síðastliðinn, en róðurinn var sömuleiðis afar þungur allan mánuðinn á undan. Víða er erfitt að halda starfsemi gangandi innan veggja spítalans vegna uppsafnaðs álags á starfsfólk og vaxandi fjarveru þess sem rekja má til smita í samfélaginu. 

Skoðun

Síauknir refsiskattar á íbúa vegna orkuskipta

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Þann 13. janúar síðastliðinn á hinum árlega skattadegi, talaði fjármálaráðherra um að aðrar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja væru í skoðun. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast. 

Skoðun

Núna er næst!

Bjarney Bjarnadóttir og Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifa

Í gegnum tíðina hafa grunnskólakennarar samþykkt samninga sem þeir voru ekki ánægðir með undir því yfirskini að gefa samninganefnd tækifæri til að ná betri samningi næst. 

Skoðun

Þau sem urðu verst úti

Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá.

Skoðun

Tveggja ára stríðs­rekstur

Kristrún Frostadóttir skrifar

Við erum í stríði, og höfum verið í stríði undanfarin 2 ár. Framlína þess stríðs fer fram á spítalanum, þó að mörg önnur svið samfélagsins hafi fundið verulega fyrir afleiddum áhrifum þessa faraldurs.

Skoðun

Við þurfum fleira fólk

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Á Íslandi býr fjölbreytt flóra fólks. Alls konar fólks. Þar á meðal af erlendum uppruna og stór hluti þeirra býr í Reykjavík, þar sem þau hjálpa til við að glæða mannlífið lit, vinna mikilvæg störf á öllum sviðum og eru nágrannar okkar og vinir. 

Skoðun

Frelsi til á­kvöðunar um eigið líf án þess að vera út­hrópaður og dæmdur!

Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Það er ömurlegt að fylgjast með umræðunni um covid á samfélagsmiðlum. Þar er fólki skipt niður og dæmt fyrir að vekja athygli á fréttum sem hugnast ekki þeim sem heyrist hæst í. Menn eru annað hvort já eða nei manneskjur. Í mínum huga er þetta ekki endilega spurningin um bóluefnið per se heldur heiftina, reiðina og einsleitu umræðuna.

Skoðun

Sóttvarnir

Drífa Snædal skrifar

Tíu manna samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti og hefur það áhrif á okkur flest. Nú eru að verða tvö ár af faraldrinum og langtímaafleiðingar farnar að segja til sín.

Skoðun

Svar til stjórnar Per­sónu­verndar

Kári Stefánsson skrifar

Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

Skoðun

Bylting í loft­gæðum innan­húss - brýnt lýð­heilsu­mál

Már Egilsson skrifar

Þessi pistill er innblásinn af grein frá alþjóðlegum hópi vísindafólks sem birtist í tímaritinu Science í maí 2020 og ber heitið „A paradigm shift to combat indoor respiratory infection“. Greinin var ákall um gagngera endurskoðun og byltingu í því hvernig þjóðir nálgast loftgæði innandyra í þeim tilgangi að verja heilsu almennings gegn loftbornum sjúkdómum og faröldrum sem lamað geta samfélagið.

Skoðun

Evran eins og við þekkjum hana er búin að vera

Björn Berg Gunnarsson skrifar

Eftir tvo áratugi er þetta komið gott. Evran, sem frá árinu 2002 hefur sameinað stóran hluta Evrópu og auðveldað milliríkjaviðskipti, þykir víst ekki nógu fín lengur. Angela Merkel sagði á sínum tíma að ef tilraunin með hina sameiginlegu mynt mistakist fari Evrópa sömu leið. Ég efast þó um að hún hafi átt við útlit evruseðlanna sjálfra.

Skoðun

Stjórn í sálar­kreppu

Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar

Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið.

Skoðun

Hvaða lífs­stíll er góður fyrir heilsuna?

Jóhanna E. Torfadóttir og Sigrún Daníelsdóttir skrifa

Nýtt ár markar oft upphaf þess að fólk setji sér það markmið að bæta eigin heilsu. Það geta verið misjafnar leiðir að því markmiði en á þessum tímamótum er algengt að fókusinn sé settur á þyngdartap.

Skoðun

To bíl or not to bíl

Baldur Borgþórsson skrifar

Þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga þann 14. maí næstkomandi verða valkostir kjósenda afar skýrir: Frelsi eða forræðishyggja.

Skoðun

Um misopin bréf til skóla­fólks

Ragnar Þór Pétursson skrifar

Margrét Pétursdóttir skrifar opið bréf til skólastjórnenda í Sunnulækjarskóla á Selfossi þar sem hún biður um umfjöllun um það efni sem tekið er til umfjöllunar í skólum landsins í námi með ungmennum.

Skoðun

Á­fellis­dómur yfir fram­komu Isavia við ferða­þjónustuna

Þórir Garðarsson skrifar

Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Skoðun

Val­frelsi í orði en ekki á borði

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna.

Skoðun

Suðvesturkjördæmi tapar þingmanni

Indriði Stefánsson skrifar

Okkur mun ekki skorta áskoranir á nýju ári. Farsóttir, náttúruhamfarir og sveitarstjórnarkosningar auk þess sem Alþingi hefur enn ekki tekist að standa vörð um hagsmuni kjósenda í Suðvesturkjördæmi.

Skoðun

Hin mikla Maya

Gunnar Wiium skrifar

Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum.

Skoðun

Svar við opnu bréfi - 7. bekkur

Birgir Edwald skrifar

Ágæta MargrétÞakka þér fyrir opna bréfið til okkar varðandi íslenskuverkefnið í Sunnulækjarskóla sem er raunar í 7. bekk en ekki 6. bekk.

Skoðun

Tal­meina­fræðingar sitja auðum höndum á meðan bið­listinn lengist

Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa

Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo?

Skoðun

Þetta snýst um fólkið í fram­línunni

Steinunn Þórðardóttir skrifar

Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins.

Skoðun