Sport

Þórskonur eiga von á nýjum leik­manni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigur­göngu á­fram“

Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Körfubolti

Báðu Dag að sýna til­finningar: „Ég er glaður“

Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld.

Handbolti

Sigur­mark frá miðju og Dagur mætir Frökkum

Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar.

Handbolti

Valur ofar eftir æsispennu

Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Körfubolti

Brynjólfur kláraði leik 38 dögum síðar

Brynjólfur Willumsson og félagar hans í Groningen tóku þátt í mjög óvenjulegum leik í kvöld þegar þeir spiluðu síðustu tólf mínúturnar í viðureign sinni við Heracles, í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Fótbolti

Sturluð endur­koma og Dagur í undanúr­slit

Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu.

Handbolti

„Við getum bara verið fúlir“

Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið.

Handbolti

Að­eins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ís­land á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir.

Handbolti