Sport

„Erum í basli undir körfunni“

Emil Barja, þjálfari Hauka, segir lið sitt þurfa að gera betur á báðum endum vallarins ætli liðið sér að ná markmiði sínu að ryðja Grindavík úr vegi í baráttu liðanna um sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík bar sigurorð af Haukum þegar liðin öttu kappi í öðrum leik sínum í átta liða úrslitum í Smáranum í kvöld. 

Körfubolti

„Það erfiðasta er enn­þá eftir“

Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindaavíkur, segir vandasamasta verkið vera eftir en liðið er komið 2-0 yfir í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 14 stiga sigur þegar liðin leiddu saman hesta sína í öðrum leik sínum í Smáranum í kvöld.  

Körfubolti

Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt

Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann.

Fótbolti

„Ís­kaldar í hausnum og þá kemur þetta“

Ingibjörg Sigurðardóttir leiddi íslenska landsliðið í fyrsta sinn sem fyrirliði, í markalausu jafntefli gegn Noregi á Þróttarvellinum. Hún segir aukin spenning hafa fylgt því að bera bandið, sem hvarf um leið og leikurinn byrjaði. Hún hjálpaði við að halda íslenska markinu hreinu en var engu að síður svekkt með niðurstöðu leiksins. 

Fótbolti

„Sáttur við hug­rekkið og kraftinn“

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með leik liðsins gegn Noregi í Þjóðadeildinni í kvöld, þrátt fyrir að íslensku stelpunum hafi ekki tekist að sækja sigurinn.

Fótbolti

„Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“

Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir að það hafi verið hálfgerð vonbrigði að taka bara eitt stig gegn sterku norsku liði á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Fótbolti

„Það er ein­falt að segja það, en við þurfum bara að skora“

„Við viljum vinna alla leiki á heimavelli og mér fannst við eiga mjög góð færi, nóg til að skora allavega eitt“ sagði Sveindís Jane Jónsdóttir eftir markalaust jafntefli Íslands gegn Noregi, þar sem Ísland fékk fjölda færa til að klára leikinn. Hins vegar er hægara sagt en gert að koma tuðrunni yfir línuna. 

Fótbolti

Bruno bestur í mars

Fyrirliði Manchester United, Bruno Fernandes, var valinn leikmaður mars-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í fimmta sinn sem hann fær þessi verðlaun og í fyrsta skipti síðan 2020.

Enski boltinn