Viðskipti erlent

Brottrekstur Rússa úr heimshagkerfinu hafi gríðarleg áhrif
Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að stríðið í Úkraínu mun hafa mjög mikil áhrif á hagkerfið hér á landi og víða um heim. Skammtímaáhrif séu strax komin í ljós. Hins vegar sé Rússland fremur fátækt land sem hafi ekki efni á langvarandi hernaði.

IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi
Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum.

Ál- og gasverð í hæstu hæðum
Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu.

Efnahagsþvinganir farnar að bíta hinn almenna Rússa
Afleiðingar efnahagsþvingana sem ríki heimsins hafa sett á Rússa vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu eru farnar að bíta hinn almenna borgara í Rússlandi.

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT
Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi.

Versti dagur í langan tíma
Icelandair hefur lækkað mest íslenskra félaga á rauðum degi á hlutabréfamarkaði í dag. Hækkandi olíuverð bítur flugfélög - en mun væntanlega einnig bíta íslenska neytendur, þegar það ratar inn í bensínverð.

Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp
Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu.

Olíuverð hækkar hratt og hefur ekki verið hærra frá 2014
Olíuverð hafði í morgun ekki verið hærra frá 2014 samhliða mjög svo aukinni spennu í Austur-Evrópu. Spennan við Úkraínu náði nýjum hæðum í gærkvöldi þegar Vladimír Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða í Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar, studdir af Rússlandi, ráða ríkjum.

Hráolíuverð ekki verið hærra í sjö ár
Olíuverð hefur farið hækkandi síðustu daga og vikur. Tunna af Brent-hráolíu kostar nú 97,44 Bandaríkjadali og hefur ekki verið dýrari í sjö ár.

Lygilega flókin svikamylla féll saman þegar starfsmaður leitaði að heimilisfangi fyrirtækisins
Svo virðist sem að fjöldi starfsmanna bresks hönnunarfyrirtækis sitji uppi með sárt ennið. Útlit er fyrir að tilvist fyrirtækisins hafi verið ein risastór og flókin svikamylla, runnin undan rifjum manns að nafni Ali Ayad. Hann virðist hafa gengið mjög langt í að viðhalda ásýnd fyrirtækins.

Brennandi skip fullt af lúxusbílum á reki um Atlantshaf
Flutningaskipið Felicty Ace er nú á reki um Atlantshaf eftir að það kviknaði í því á miðvikudaginn. Skipið er fullt af lúxusbílum frá Porsche og Wolkswagen.

Gaf sjö hundruð milljarða til góðgerðafélags
Auðjöfurinn Elon Musk gaf ónefndu góðgerðafélagi hlutabréf í bílafyrirtækinu Tesla sem þá voru um 5,7 milljarða dala virði. Gjöfina gaf hann í nóvember í fyrra yfir nokkurra daga tímabil.

Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað
Super Bowl var í gær og LA Rams urðu meistarar NFL-deildarinnar. Það er þó fyrir mörgum aukaatriði en auk þess að vera úrslitaleikurinn í NFL-deildinni er hann einnig mjög mikilvægur fyrirtækjum og auglýsingastofum.

Sting selur réttinn að lögum sínum til Universal
Enski tónlistarmaðurinn Sting hefur selt réttinn að öllum lögum sínum til tónlistarrisans Universal Music Group. Um er að ræða lög sem hann gaf út bæði í eigin nafni og mikill fjöldi sem hann samdi og gaf út með sveitinni The Police.

Samsung kynnir til leiks nýja farsíma og spjaldtölvur
Tæknirisinn Samsung kynnti í dag nýju farsímalínuna Galaxy S22 og nýju spjalltölvulínuna Galaxy Tab S8. Forstjóri Samsung í Danmörku segir að nýju línurnar séu úbúnar bestu tækni sem völ er á en þær fara í sölu síðar í mánuðinum.

Pfizer græddi 4,6 billjónir í fyrra með sölu bóluefnisins
Lyfjarisinn Pfizer hagnaðist um tæplega 37 milljarða dala, eða um 4,6 billjónir íslenskra króna, einungis með sölu á bóluefni sínu gegn Covid-19 á síðasta ári. Með því er bóluefnið orðið ein arðbærasta vara sögunnar.

Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos
Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt.

Jurtaolíur hækka mest í verði
Verð jurtaolía hefur hækkað um 4,2% frá því í desember en matvöruverð hefur ekki verið hærra í nær tíu ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um matvælaverð á heimsvísu.

Daglegum notendum Facebook fækkar í fyrsta sinn í sögunni
Daglegum notendum Facebook hefur fækkað í fyrsta sinn í átján ára sögu samfélagsmiðilsins.

Skortur kemur enn niður á framleiðslu PS5
Starfsmenn Sony eiga enn í vandræðum við að framleiða nægjanlegt magn PlayStation 5 leikjatölva. Um 3,3 milljónir tölva voru seldar síðasta ársfjórðungi 2021 og í heild hefur Sony selt 17,3 milljónir leikjatölva frá því þær komu fyrst á markað.

New York Times kaupir orðaleikinn vinsæla
Bandaríska stórblaðið New York Times hefur keypt orðaleikinn Wordle, sem slegið hefur í gegn í netheimum undanfarin misseri.

Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum
Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum.

Seldi Sony allar upptökur sínar
Tónlistargoðsögnin Bob Dylan hefur selt útgáfufyrirtækinu Sony Music réttinn að öllum upptökum sínum.

Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi
Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári.

Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf
Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton.

Gefa milljón ef Ísland vinnur
Veðmálafyrirtækið Coolbet hyggst gefa heppnum Twitter-notanda slétta milljón ef íslenska landsliðið í handbolta vinnur leikinn á móti Dönum á EM í kvöld.

Kaupin sem gætu kollvarpað leikjaheiminum
Miklar vendingar urðu á markaði leikjaframleiðenda í gær þegar Microsoft opinberaði að búið væri að skrifa undir samkomulag um að tæknirisinn myndi kaupa leikjafyrirtækið Activision Blizzard. Microsoft var þegar meðal stærstu leikjafyrirtækja heims og það var AB sömuleiðis.

Leikjarisar sameinast: Microsoft kaupir Activision Blizzard
Forsvarsmenn Microsoft hafa skrifað undir kaupsamning á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard fyrir 68,7 milljarða dala. Lauslega reiknað samsvarar það tæpum níu billjónum króna eða níu þúsund milljörðum.

Auðæfi tíu ríkustu manna heims tvöfaldast í heimsfaraldrinum
Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að ríkasta fólk jarðar hefur orðið enn ríkara á meðan það fjölgar í þeim hópi sem lifir undir fátæktarmörkum.

Verðbólga ekki meiri í fjörutíu ár
Verðbólga í Bandaríkjunum er nú sjö prósentum meiri en hún var fyrir ári síðan og hefur hún ekki tekið jafn stórt stökk í fjörutíu ár eða frá árinu 1982. Verðlag vestanhafs hefur aukist mjög að undanförnu á sama tíma og yfirvöld landsins hafa dælt peningum inn í hagkerfið og lækkað vexti.