Hart deilt um kerfisbreytingar 25. júlí 2004 00:01 Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúðalánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislánakerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðilarnir saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði erindi þar sem vinnubrögð Íbúðalánasjóðs við framkvæmd breytinganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafa tapað fé vegna ónógrar kynningar og sakar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemdum SBV og segir SBV ekki hafa verið í "góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega framkvæmdi skiptin". Íbúðalánasjóður segir vinnubrögð SBV ámælisverð. Árni Páll Árnason, lögfræðilegur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfestingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfisskiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tímasetningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggðar á faglegum forsendum. "Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskaplega vel og um það eru allir sammála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga," segir hann. Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. " Við teljum þetta óskiljanleg viðbrögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira