Stefnufesta í úfnum sjó 28. desember 2006 06:15 Sigurjón Þ. Árnason, Bankastjóri Landsbankans Sigurjón segir árið 2006 árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki” en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. MYND/GVA Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Allir sem tengjast rekstri íslenskra fyrirtækja í útlöndum eru líklegast sammála því að árið 2006 marki tímamót í þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár. Árið færði okkur heim sanninn um að íslenskt hagkerfi er orðið alþjóðlegt. Víða um heim er fylgst með ákvörðunum sem teknar eru á Íslandi og þróun efnahagsmála hér á landi þykir nú hafa meira erindi en áður í umræðu um efnahagslíf heimsins. Segja má að þessi nýi veruleiki hafi fyrst gert vart við sig svo um munaði í upphafi árs þegar erlent matsfyrirtæki setti fram harða gagnrýni á þróun íslenskra efnahagsmála. Í kjölfarið stukku ýmsir á þann vagn og fyrir vikið sigldu íslensk fyrirtæki, ekki síst fjármálafyrirtækin, í úfnum sjó fram eftir árinu. Þrátt fyrir það standa íslensk fjármálafyrirtæki sterkari en nokkru sinni fyrr í árslok. Þetta má þakka stefnufestu þeirra á árinu enda munu flestir þeir, sem gagnrýndu hraðan vöxt þeirra, nú sjá að áætlanir íslensku bankanna eru að standast vel og að íslenskir fjárfestar og stjórnendur eiga mikið erindi með þekkingu sína á alþjóðlegan markað. Íslensk fjármálafyrirtæki brugðust vel við þeirri gagnrýni sem fram kom í upphafi árs. Sumt í gagnrýninni var réttmætt og hafa þau lagt sig fram um að grípa til aðgerða til þess að lagfæra það sem betur mátti fara. Eftir þessu hefur verið tekið meðal þeirra sem fylgjast með ástandi íslenskra fyrirtækja og efnahagslífs. Annað í gagnrýninni var byggt á misskilningi og tókst hagsmunaaðilum vel að stilla saman strengi til þess að leiðrétta misskilning og rangfærslur af þeim toga. Þau vinnubrögð voru til mikillar fyrirmyndar og standa upp úr sem einn af hápunktum ársins. Árið 2006 var árið þegar mörg af stóru íslensku fyrirtækjunum hættu að vera „útrásarfyrirtæki“ en urðu þess í stað alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Stjórnendur íslenskra fyrirtækja gera sér grein fyrir því að augu heimsins beinast að þeim. Mikilvægt er að íslensk stjórnvöld geri sér einnig grein fyrir þessum nýja veruleika og hagi aðgerðum sínum og yfirlýsingum þannig. Í því ljósi er mikilvægt að vel sé haldið á efnahagsmálum nú þegar sér fyrir enda á miklu hagvaxtarskeiði hér á landi. Nauðsynlegt er að mjúk lending náist á næsta ári og trúverðugleiki Íslands og traust erlendra aðila á íslenskt efnahagslíf haldi áfram að vaxa. Verðmæti trúverðugleika okkar og traust í alþjóðlegu samhengi verður seint ofmetið og því er miklu til kostandi svo að því verði ekki stefnt í voða.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira