Undiralda breytinga 28. desember 2006 06:45 Finnur Sveinbjörnsson, Icebank Aukin umsvif Íslendinga erlendis á næsta ári munu byggjast á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu að mati Finns. Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Síðustu ár hafa einkennst af sívaxandi umsvifum íslenskra fyrirtækja og athafnamanna erlendis og löngun þeirra, vilja og getu til að takast á við sífellt stærri og flóknari verkefni. Svipaða sögu hefur mátt segja hér innanlands. Vissulega hélt þessi framganga áfram á árinu 2006 en í mínum huga hverfa þó einstök viðskiptaafrek í skuggann af annars konar atburðum og þróun. Ég nefni þrennt: • Ákvörðun Fitch Ratings 21. febrúar sl. um að breyta horfum fyrir lánshæfismat íslenska ríkisins úr stöðugum í neikvæðar. Með samstilltu átaki fjölmargra innlendra aðila tókst fjármálafyrirtækjum að mæta orrahríðinni sem á þeim dundi í kjölfarið og snúa vörn í sókn. Sem betur fer virðast fyrirtækin hafa dregið lærdóm af þessum atburðum. Ég er hins vegar ekki sannfærður um að íslensk stjórnvöld hafi með sama hætti viðurkennt að orð þeirra og athafnir séu undir stöðugri smásjá erlendra aðila og að feilspor geti orðið dýrkeypt. • Fjármálaþjónusta leggur núorðið meira til landsframleiðslunnar en sjávarútvegur og báðar þessar atvinnugreinar vega þyngra en stóriðja. Umbreyting úr frumframleiðsluhagkerfi yfir í þjónustuhagkerfi ætlar þó ekki að ganga þrautalaust fyrir sig. Það eykur togstreituna að sumar atvinnugreinar búa við afar góða afkomu og geta greitt há laun á meðan aðrar atvinnugreinar berjast í bökkum. Þegar þetta fer saman við þá trú margra að misskipting tekna og auðs í þjóðfélaginu sé að aukast, þá má búast við töluverðri togstreitu í þjóðfélaginu sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnulífið. • Undraverður uppgangur fjármálaþjónustu og ýmissa annarra þjónustugreina byggist nánast eingöngu á mannauði. Það gerir ferðaþjónusta að verulegu leyti einnig en þar bætist við sérstök náttúra landsins. Þess vegna verðum við að leggja sívaxandi áherslu á menntun, starfsþjálfun og hvað eina sem eykur mannauð. Að sama skapi verðum við að umgangast náttúru landsins af þeirri virðingu sem henni ber og hlífa henni nema ábatinn sé þeim mun meiri. Ég á von á því að íslensk fyrirtæki og athafnamenn haldi áfram að auka umsvif sín erlendis 2007. Ég held þó að mesti spenningurinn sé liðinn og að þau spor sem framundan eru byggist á meiri ígrundun og heilsteyptari stefnu en sumt af því sem gert hefur verið hingað til.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira