Æ fleiri nýta sér kosti flugsins 10. janúar 2007 06:00 Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar Árið 2006 var gjöfult fyrir Flugfélag Íslands og jókst farþegafjöldi milli ára um átta prósent. Fjöldi farþega í innanlandsflugi fylgir nokkuð vel efnahagssveiflum og því er ekki að undra að farþegafjöldi hafi aukist mest til Egilsstaða á síðasta ári. Hefur hann rúmlega tvöfaldast á fjórum árum: Sextíu þúsund farþegar flugu þangað árið 2002 en við lok síðasta árs voru þeir tæplega 130 þúsund. Aukinn farþegafjölda má að mestu leyti rekja til framkvæmdanna á Austurlandi og hliðaráhrifa þeim tengdum. „Það er augljóst að framkvæmdirnar á Austurlandi hafa haft mikið að segja," segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Hann segir það þó hafa komið á óvart hversu farþegum hafi fjölgað mikið á öðrum flugleiðum. Það telur hann að helst megi rekja til þess að æ fleiri sjái nú kosti flugsins og leyfi sér að nýta þá, auk þess sem innspýtingin í atvinnulífið fyrir austan hafi áhrif víðar en þar. „Farþegum til Akureyrar fjölgaði til að mynda mikið, sem kom skemmtilega á óvart. Það er líka mikið líf á Akureyri um þessar mundir og uppgangur, bæði í mennta- og menningarmálum." Flugfélag Íslands flýgur á sjö áfangastaði innanlands. Flogið er frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og í október var flug hafið aftur til Vestmannaeyja. Frá Akureyri er svo flogið til Grímseyjar, Vopnafjarðar og á Þórshöfn. Þar að auki er flogið til Grænlands og Færeyja. Þær ferðir segir Árni njóta síaukinna vinsælda. „Samskipti Íslendinga við bæði Færeyinga og Grænlendinga hafa verið að aukast, viðskiptalega og menningarlega séð, á undanförnum árum. Svo virðist því sem Íslendingar séu að uppgötva grannþjóðir sínar." Töluvert hefur verið lagt í markaðsstarf í tengslum við komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það virðist hafa skilað sér vel og er hlutfall erlendra ferðamanna um tólf til fimmtán prósent af heildarfarþegafjölda Flugfélags Íslands og hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Þetta segir Árni bæði skýrast af breyttum ferðavenjum og auknum fjölda fólks frá löndum utan Evrópu. „Dvalartími erlendra ferðamanna hefur verið að styttast. Meðal annars þess vegna eru margir, sem vilja sjá sem mest af landinu, sem nýta sér kosti flugsins. Fjölgun ferðamanna frá Japan og Kína hefur líka haft sitt að segja. Þeir eru þekktir fyrir að vilja sjá sem mest á sem skemmstum tíma." Í sumar tekur Flugfélag Íslands upp tvær nýjar flugleiðir og verður í báðum tilfellum flogið þrisvar í viku. Annars vegar verður beint morgunflug í tengslum við millilandabrottfarir í Keflavík og flug seinnipartinn frá Keflavík til Akureyrar. Þar að auki verður í boði beint flug til höfuðborgar Grænlands, Nuuk, sem ekki hefur verið boðið áður.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira