Veðjum á raunveruleg verðmæti 31. janúar 2007 00:01 Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið. Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni. Stóru bankarnir þrír græddu 163 milljarða á síðasta ári í þjónustugjöldum. Ef við gerum ráð fyrir að fjöldi heimila í landinu sé um hundrað þúsund þá eru þetta hvorki meira né minna en 1,6 milljónir á hvert heimili - eða 135 þúsund tæpar á mánuði. Þetta þýðir í raun og veru að hver fjölskylda þarf eina fyrirvinnu, á 200 þúsund á mánuði, bara til þess að vinna fyrir þjónustugjaldagróðanum. Heyr á endemi! En gróðasveinana í bönkunum munar vitaskuld ekkert um svoleiðis smámuni enda fá þeir annað eins í morgunbónus á hverjum degi þar sem þeir sitja á Saga Class og drekka kampavín og hlusta á Elton John í Bose heyrnartækjunum sínum á meðan þeir bíða eftir að verða uppvartaðir á veitingastaðamat á meðan þeir leika sér að því að slá inn stjarnfræðilegar vaxtaokurtölur inn í Excel líkönin sín - eða hlæja að þeim framúrskarandi vöxtum sem þeir sjálfir greiða í erlendri mynt á meðan alþýða þessa lands kvelst undan vaxtaokrinu. Annars heyrði Aurasálin ákaflega fyndið sjónarmið hjá einum gamaldags vini sínum um daginn. Sá er umhverfisverndarfrík og hefur nú bitið það í sig að fiskveiðar séu óréttlætanlegar út frá siðferðislegu tilliti. Hann benti á að árlega veiði Íslendingar tvær milljónir tonna af fiski - en samt búa hér aðeins um þrjú hundruð þúsund manns. Þessi blessaði maður hélt því fram að þar með þyrfti hver Íslendingur að innbyrða sem svaraði tæplega sjö tonnum af fiski á ári - eða 18 kíló á dag! Þvílík fásinna. Fiskurinn er að sjálfsögðu mestanpart seldur til útlendinga, og það skapar hin raunverulegu verðmæti. Fyrir fiskinn getum við svo keypt bíla og dósamat - jafnvel dósakók úr áli sem framleitt er í hinum umhverfistæru álverksmiðjum víða um land. Þannig virkar hið raunverulega hagkerfi. Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að við Íslendingar þurfum að éta allan fiskinn sem við veiðum eða nýta allt álið sem við bræðum - allt má þetta nota til vöruskipta um heim allan og útskýrir dugnaður okkar við ál- og fiskframleiðslu þá miklu velmegun sem hér ríkir, þótt bankarnir hafi verið duglegir við að stinga því í eigin vasa. Þetta eru undarlegir tómlætistímar. En það er á hreinu að löngu eftir að pappírsgróði fjármálafyrirtækjanna mun gufa upp í veður og vind standa eftir blómleg álver og fiskihjallar til marks um hina raunverulegu undirstöðu íslenskrar velmegunar sem bjargráðastefna Framsóknarflokksins hefur alltaf verið.
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira