Reynt hefur á þanþol hagstjórnarinnar 4. apríl 2007 00:01 Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, hlýða á ræðu formanns bankaráðs bankans á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag. MYND/Anton Brink Staða efnahagsmála nú er ólíkt betri en fyrir aldarfjórðungi að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans rifjaði upp fyrri tíð, raunar svo miklu betri að þá hefðu menn átt erfitt með að ímynda sér þá stöðu sem nú er uppi í þeim efnum. „Á þeim tíma var hrúgað á Seðlabankann hinum ólíklegustu verkefnum og honum sett í lögum markmið sem á köflum stönguðust á. Verðbólguvandinn var yfirþyrmandi og setti mark sitt á allt sem gert var og efnahagsmál yfirgnæfðu allt annað í stjórnmálaumræðu þess tíma. Hver einasti Íslendingur hefði á þeim tíma tekið fagnandi því verðbólgustigi sem við búum nú við og flestir raunar talið óhugsandi að árleg verðbólga gæti nokkurn tíma orðið 5 prósent, eins og nú er, hvað þá 2,5 prósent sem er okkar sameiginlega markmið.“ Geir segir stöðu efnahagsmála hér almennt talda góða og horfur jákvæðar. „Vissulega hefur gengið á ýmsu undanfarin misseri enda miklar framkvæmdir við virkjanir og stóriðju auk þess sem mikill atgangur hefur verið á íbúðalánamarkaðnum. Þetta hefur óneitanlega reynt á þanþol hagstjórnarinnar í landinu en allt bendir nú til þess að þjóðarbúið komist senn á sléttari sjó og að fram undan séu rólegri tímar,“ segir hann og vísar meðal annars í þá spá Seðlabankans að stýrivextir bankans fari lækkandi með haustinu. „Reiknað er með því að verðbólgan verði komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans síðar á þessu ári. Í þessu felst jafnframt að draga mun úr viðskiptahalla og að hagvöxtur verði minni á þessu ári en verið hefur að undanförnu,“ segir hann og kveður eðlilegt að nú hægist um í hagkerfinu þótt ekki megi það ganga svo langt að hagkerfið nánast hætti að draga andann. Hann segir ríkisstjórnina lengi hafa trúað því að hagkerfið stæði hér af sér yfirstandandi sveiflu og næði mjúkri lendingu eftir mikinn uppgang og kveður af og frá að hægt væri að túlka nýja efnahagsspá Seðlabankans þannig að hún fæli í sér harða lendingu. „Það þensluástand sem hér hefur ríkt að undanförnu var að mestu fyrirséð eins og lesa má úr spám sem fjármálaráðuneytið birti á sínum tíma. Þar var spáð aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hærri vöxtum svo eitthvað sé nefnt. Það sem kom á óvart var hve breytingarnar á íbúðamarkaðnum, ekki síst innkoma bankanna, höfðu mikil áhrif,“ segir Geir. Nýr formaður gerir upp árið Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, fór á ársfundi bankans yfir miklar breytingar sem orðið hafa hjá bankanum frá því á síðasta ársfundi. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá bankanum. Í fyrra lét Ólafur G. Einarsson af formennsku bankaráðs og Helgi kom í hans stað. Þá lét Jón Sigurðsson bankastjóri af störfum til að taka við forystu í Framsóknarflokknum og gegna starfi ráðherra. Í hans stað var settur bankastjóri Ingimundur Friðriksson, sem verið hafði aðstoðarbankastjóri frá árinu 1994. Sömuleiðis ræddi Helgi breytingar á eiginfjárstöðu bankans, lántöku upp á einn milljarð evra og heimild í fjárlögum ríkisins til að efla eigið fé bankans. Í árslok nam eigið fé bankans rúmum 48 milljörðum króna, en í ræðu forsætisráðherra á ársfundinum kom jafnframt fram að drjúgum hluta innistæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum yrði varið til að efla eiginfjárstöðu hans enn frekar, eða um 44 milljarða króna. Markaðurinn/Anton Í ræðu sinni kom forsætisráðherra einnig inn á umræðu um evruna. „Sakir þess hve íslenska hagkerfið er lítið og þar af leiðandi opið fyrir utanaðkomandi sveiflum megum við alltaf búast við meiri óstöðugleika en aðrar þjóðir. Við mætum því ekki með því að skipta krónunni út fyrir evru og gefa frá okkur möguleikann á að stjórna eigin peningamálum. Það myndi þýða að í stað gengissveiflna kæmu sveiflur á vinnumarkaði þar sem mismunandi mikið atvinnuleysi yrði ráðandi þáttur. Vilja menn fá aukið atvinnuleysi í stað sveiflna í gengi krónunnar? Það er spurning sem þarf að svara. Ég svara henni neitandi,“ segir hann og telur aðstæður eins og þær eru nú slíkar að best sé að halda krónunni. „Þetta mál snýst ekki um rómantík eða viðkvæmni gagnvart okkar gjaldmiðli. Hann á sér ekki ýkja langa sögu í núverandi mynd. Þetta mál snýst um að finna hagkvæmasta fyrirkomulag fyrir gjaldmiðil í okkar litla, opna hagkerfi sem varðveitir jafnframt efnahagspólitískt sjálfstæði þjóðarinnar og gerir okkur kleift að kljást við hagsveiflur hér á landi sem reynslan sýnir að eru yfirleitt ekki í takt við sveiflur í öðrum og stærri hagkerfum. Engin betri skipan er á boðstólum í dag en sú að viðhalda íslensku krónunni, hvað sem síðar kann að verða.“ Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Staða efnahagsmála nú er ólíkt betri en fyrir aldarfjórðungi að sögn Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans rifjaði upp fyrri tíð, raunar svo miklu betri að þá hefðu menn átt erfitt með að ímynda sér þá stöðu sem nú er uppi í þeim efnum. „Á þeim tíma var hrúgað á Seðlabankann hinum ólíklegustu verkefnum og honum sett í lögum markmið sem á köflum stönguðust á. Verðbólguvandinn var yfirþyrmandi og setti mark sitt á allt sem gert var og efnahagsmál yfirgnæfðu allt annað í stjórnmálaumræðu þess tíma. Hver einasti Íslendingur hefði á þeim tíma tekið fagnandi því verðbólgustigi sem við búum nú við og flestir raunar talið óhugsandi að árleg verðbólga gæti nokkurn tíma orðið 5 prósent, eins og nú er, hvað þá 2,5 prósent sem er okkar sameiginlega markmið.“ Geir segir stöðu efnahagsmála hér almennt talda góða og horfur jákvæðar. „Vissulega hefur gengið á ýmsu undanfarin misseri enda miklar framkvæmdir við virkjanir og stóriðju auk þess sem mikill atgangur hefur verið á íbúðalánamarkaðnum. Þetta hefur óneitanlega reynt á þanþol hagstjórnarinnar í landinu en allt bendir nú til þess að þjóðarbúið komist senn á sléttari sjó og að fram undan séu rólegri tímar,“ segir hann og vísar meðal annars í þá spá Seðlabankans að stýrivextir bankans fari lækkandi með haustinu. „Reiknað er með því að verðbólgan verði komin niður í verðbólgumarkmið Seðlabankans síðar á þessu ári. Í þessu felst jafnframt að draga mun úr viðskiptahalla og að hagvöxtur verði minni á þessu ári en verið hefur að undanförnu,“ segir hann og kveður eðlilegt að nú hægist um í hagkerfinu þótt ekki megi það ganga svo langt að hagkerfið nánast hætti að draga andann. Hann segir ríkisstjórnina lengi hafa trúað því að hagkerfið stæði hér af sér yfirstandandi sveiflu og næði mjúkri lendingu eftir mikinn uppgang og kveður af og frá að hægt væri að túlka nýja efnahagsspá Seðlabankans þannig að hún fæli í sér harða lendingu. „Það þensluástand sem hér hefur ríkt að undanförnu var að mestu fyrirséð eins og lesa má úr spám sem fjármálaráðuneytið birti á sínum tíma. Þar var spáð aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hærri vöxtum svo eitthvað sé nefnt. Það sem kom á óvart var hve breytingarnar á íbúðamarkaðnum, ekki síst innkoma bankanna, höfðu mikil áhrif,“ segir Geir. Nýr formaður gerir upp árið Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, fór á ársfundi bankans yfir miklar breytingar sem orðið hafa hjá bankanum frá því á síðasta ársfundi. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið hjá bankanum. Í fyrra lét Ólafur G. Einarsson af formennsku bankaráðs og Helgi kom í hans stað. Þá lét Jón Sigurðsson bankastjóri af störfum til að taka við forystu í Framsóknarflokknum og gegna starfi ráðherra. Í hans stað var settur bankastjóri Ingimundur Friðriksson, sem verið hafði aðstoðarbankastjóri frá árinu 1994. Sömuleiðis ræddi Helgi breytingar á eiginfjárstöðu bankans, lántöku upp á einn milljarð evra og heimild í fjárlögum ríkisins til að efla eigið fé bankans. Í árslok nam eigið fé bankans rúmum 48 milljörðum króna, en í ræðu forsætisráðherra á ársfundinum kom jafnframt fram að drjúgum hluta innistæðu ríkissjóðs í Seðlabankanum yrði varið til að efla eiginfjárstöðu hans enn frekar, eða um 44 milljarða króna. Markaðurinn/Anton Í ræðu sinni kom forsætisráðherra einnig inn á umræðu um evruna. „Sakir þess hve íslenska hagkerfið er lítið og þar af leiðandi opið fyrir utanaðkomandi sveiflum megum við alltaf búast við meiri óstöðugleika en aðrar þjóðir. Við mætum því ekki með því að skipta krónunni út fyrir evru og gefa frá okkur möguleikann á að stjórna eigin peningamálum. Það myndi þýða að í stað gengissveiflna kæmu sveiflur á vinnumarkaði þar sem mismunandi mikið atvinnuleysi yrði ráðandi þáttur. Vilja menn fá aukið atvinnuleysi í stað sveiflna í gengi krónunnar? Það er spurning sem þarf að svara. Ég svara henni neitandi,“ segir hann og telur aðstæður eins og þær eru nú slíkar að best sé að halda krónunni. „Þetta mál snýst ekki um rómantík eða viðkvæmni gagnvart okkar gjaldmiðli. Hann á sér ekki ýkja langa sögu í núverandi mynd. Þetta mál snýst um að finna hagkvæmasta fyrirkomulag fyrir gjaldmiðil í okkar litla, opna hagkerfi sem varðveitir jafnframt efnahagspólitískt sjálfstæði þjóðarinnar og gerir okkur kleift að kljást við hagsveiflur hér á landi sem reynslan sýnir að eru yfirleitt ekki í takt við sveiflur í öðrum og stærri hagkerfum. Engin betri skipan er á boðstólum í dag en sú að viðhalda íslensku krónunni, hvað sem síðar kann að verða.“
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira