Gætum dottið inn í undanúrslitin 27. júní 2007 02:00 Þar sem Microsoft hefur reist netþjónabú hafa yfirleitt fleiri fyrirtæki fylgt á eftir. Framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi segir byggingu netþjónabúa hafa mikil keðjuverkandi áhrif. Markaðurinn/GVA „Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór. Undir smásjánni Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við erum bara að bíða. Við getum átt von á því að detta inn í þriggja liða úrslitin í næsta mánuði,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Fyrirtækið fól honum að kanna grundvöll fyrir því að byggja netþjónabú hér á landi og komu fulltrúar frá Microsoft hingað til lands fyrir um hálfum mánuði. Á bilinu átta til tíu lönd koma til greina þar sem reisa á gagnageymslu fyrirtækisins. Ísland er þar á meðal. Málin skýrast í byrjun júlí en þá verða þrjú lönd valin til frekari skoðunar. Halldór segir Microsoft skoða 31 atriði varðandi hagkvæmni þess að reisa netþjónabú áður en ákvörðun verður tekin. Þar er á meðal er raforkuverð, tengingar við umheiminn og lóðaverð. „Þeir skoða meira að segja verð á sementi,“ bendir Halldór og bætir við að til skoðunar sé að reisa eitt bú þótt gjarnan hafi fyrirtækið reist tvö á svipuðum tíma. Tíminn muni leiða í ljós hvort af verkefninu verði. Ekki liggur fyrir hvar Microsoft geti hugsað sér að reisa netþjónabú. Nálægðin við raforku og ljósleiðara skipta höfuðmáli. Halldór bendir á að jafnvel geti fyrirtækið reist búið þar sem sæstrengurinn kemur til landsins fyrir austan. Þegar nýi sæstrengurinn verður lagður kemur hann inn í landið á öðrum stað og geti hann allt eins orðið fyrir valinu, að sögn Halldórs. „Þetta skýrist allt í næsta mánuði. Ef Ísland kemst í þriggja landa úrslitin sendir Microsoft þrjá vinnuhópa hingað sem skoða hvert sitt atriðið,“ segir hann. Halldór segir netþjónabú hafa komið í stað stóriðju og álvera í nokkrum löndum. Þar hafi verið veitt ýmsar skattalegar ívilnanir vegna þessa og megi vel hugsa sér að stjórnvöld hér bjóði eitthvað slíkt þegar fram í sæki. „Þar sem Microsoft byggir netþjónabú laðar það að sér gífurlega mikið af öðrum erlendum aðilum sem vilja gera svipaða hluti eða þjónusta þau. Það má því gera ráð fyrir keðjuverkandi áhrifum af byggingu netþjónabúa,“ segir hann og bendir á að í Quincy í Washingtonríki í Bandaríkjunum þar sem Microsoft reisti bú í fyrra hafi fleiri fyrirtæki, svo sem þróunarsetur um ákveðin verkefni, fylgt í kjölfarið. „Ég held að netþjónabúin verði samkeppnisvöllur framtíðarinnar. Að eiga netþjónabúin, reiknigetuna og plássið mun skera úr um það hvaða upplýsingafyrirtæki muni í framtíðinni verða stærst í heimi,“ segir Halldór.
Undir smásjánni Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira