Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló 29. ágúst 2007 09:54 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans. Hann segir stjórnendum bankans hafa litist vel á kauphöllina í Osló sem fjárfestingarkost. Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að stjórnendum bankans hafi litist vel á kauphöllina sem fjárfestingarkost, en kaupin fóru fram fyrr í sumar. „Okkur fannst þetta tiltölulega hagstætt verð á þessum bréfum miðað við hvernig svona fyrirtæki hafa verið að ganga kaupum og sölum upp á síðkastið." Bankinn á 2,5 milljónir hluta sem gerir hann að næststærsta hluthafanum í félaginu á eftir DNB Nor sem heldur utan um 19,67 prósenta hlut. Kauphallarsamstæðan OMX, sem Kauphöll Íslands tilheyrir, er einnig með tíu prósenta hlut sem hún eignaðist í október í fyrra. Vöktu þau viðskipti töluverða athygli á sínum tíma, enda höfðu forsvarsmenn OMX lýst yfir áhuga sínum á að sameinast kauphöllinni í Ósló. Ætla má að tvennt vaki fyrir Landsbankanum með þessum kaupum: Annars vegar er líklegt að Kauphöllin í Ósló, sem er eina sjálfstæða kauphöllin á Norðurlöndum, renni síðar inn í stærri heild. Hins vegar hefur rekstur eignarhaldsfélagsins gengið vel og fjármunamyndun er sterk. Þetta hefur birst í ríflegum arðgreiðslum til hluthafa. Barist hefur verið um yfirráð yfir kauphöllum víðs vegar um heiminn, þar á meðal OMX eins og komið hefur fram. Sjónir manna hafa oftar en ekki beinst að norsku kauphöllinni og þar hefur nafn OMX komið upp. Forsvarsmenn Oslo Børs Holding hafa hins vegar hingað til viljað halda í sjálfstæði kauphallarinnar og benda á gríðarlegan vöxt í umsvifum félagsins á liðnum árum. Þannig er veltan í Ósló orðin meiri en í hinum norrænu kauphöllunum og hafa fyrirtæki í orku- og olíugeiranum streymt þangað í stríðum straumum. Eignarhaldsfélagið skilaði hagnaði fyrir skatta upp á 78,2 milljónir norskra króna á fyrri hluta ársins, jafnvirði 860 milljóna króna. Það var ríflega fjórtán prósenta aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira