Upplýsingatæknifyrirtæki setja sig í stellingar 16. október 2007 16:26 Sjö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Sjö mínútur yfir níu að morgni kom tilkynning frá Nýherja um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni og tilboð annarra til hluthafa um kaup á því sem eftir stendur. Klukkan fjórtán mínútur gengin í tíu kom svo tilkynning Teymis um kaup á öllu hlutafé í Landsteinum Streng og Hugi Ax, um leið og félagið seldi ríflega 80 prósent af eignarhlut sínum í Hands Holding hf. Eftir stendur að Nýherji er í sókn og bætir við starfsemi sína um leið og Teymi skerpir áherslur í rekstri sínum með áherslu á innanlandsmarkað. Félögin tvö eru stærst á upplýsingatæknimarkaði hér. Í Hands Holding situr svo eftir rekstur utan landsteinanna Hands ASA í Noregi, Kerfi A/S í Danmörku, Kerfi AB í Svíþjóð, SCS inc. í Bandaríkjunum, og Aston Baltic í Lettlandi. Tilviljun réð því að viðskipti þessara félaga gengu í gegn á svo til sama tíma og vakti nokkra kátínu í geiranum. Í tímasetningunni endurspeglast hins vegar þær hræringar sem eiga sér stað á þessum markaði og ljóst að hér, líkt og gerst hefur á meginlandi Evrópu síðustu ár, á sér stað samþjöppun í upplýsingatæknigeiranum. Í hrókeringum Teymis fólst svo líka sala á starfsemi Opinna kerfa hér á landi út úr Opnum kerfum Group. Frosti Bergsson fjárfestir, sem áður stýrði Opnum kerfum og seldi tæplega fimmtungshlut hlut sinn í grúppunni árið 2004, festi kaup á Opnum kerfum ehf. fyrir 1,8 milljarða króna. Lokið var við áreiðanleikakönnun vegna kaupanna síðla dags á föstudag. Salan á TM Software kom ekki á óvart í upplýsingatæknigeiranum enda mat manna að fyrirtækið væri í nokkurri vörn í rekstri sínum. Í vor gekk í gegn sala á Maritech, dótturfyrirtæki TM Software, til AKVA Group í Noregi, en nokkrum mánuðum fyrr hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Þá áttu sér stað rétt fyrir síðustu áramót breytingar í yfirstjórn TM Software og Friðrik Sigurðsson, forstjóri félagsins til tuttugu ára, lét af störfum. Töluverð samlegðaráhrif þykja hins vegar með Nýherja og TM Software en það síðarnefnda verður rekið sem dótturfélag Nýherja. TM Software er svo móðurfélag fimm félaga: Skyggnis, Origos, Vigors, eMR og IPT. Tvennt er hins vegar unnið með viðskiptum Hands Holding og Teymis. Hjá Teymi verður reksturinn gegnsærri og skugginn af ábyrgðum vegna Hands Holding minnkar og þar með verður félagið væntanlegra álitlegri fjárfestingarkostur á markaði. Þá verða áherslur Teymis líka skarpari í því að félagið einbeitir sér að heimamarkaði eftir að hafa keypt út úr Hands Holding allan íslenskan rekstur. Um leið eru Opin kerfi hér heima seld frá samstæðunni og losnar þar um núning milli Opinna kerfa og EJS innan samstæðunnar, en milli þessara tveggja fyrirtækja hefur ætíð verið mikil samkeppni. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða stefnu Hands Holding tekur með erlendar eignir sínar. Markaðir Tengdar fréttir Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01 Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sjö mínútur liðu á milli tilkynninga um miklar breytingar hjá tveimur stærstu upplýsingatæknisamstæðum landsins síðasta fimmtudag. Sjö mínútur yfir níu að morgni kom tilkynning frá Nýherja um kaup á 77 prósenta hlut í TM Software af Straumi, FL Group og Tryggingamiðstöðinni og tilboð annarra til hluthafa um kaup á því sem eftir stendur. Klukkan fjórtán mínútur gengin í tíu kom svo tilkynning Teymis um kaup á öllu hlutafé í Landsteinum Streng og Hugi Ax, um leið og félagið seldi ríflega 80 prósent af eignarhlut sínum í Hands Holding hf. Eftir stendur að Nýherji er í sókn og bætir við starfsemi sína um leið og Teymi skerpir áherslur í rekstri sínum með áherslu á innanlandsmarkað. Félögin tvö eru stærst á upplýsingatæknimarkaði hér. Í Hands Holding situr svo eftir rekstur utan landsteinanna Hands ASA í Noregi, Kerfi A/S í Danmörku, Kerfi AB í Svíþjóð, SCS inc. í Bandaríkjunum, og Aston Baltic í Lettlandi. Tilviljun réð því að viðskipti þessara félaga gengu í gegn á svo til sama tíma og vakti nokkra kátínu í geiranum. Í tímasetningunni endurspeglast hins vegar þær hræringar sem eiga sér stað á þessum markaði og ljóst að hér, líkt og gerst hefur á meginlandi Evrópu síðustu ár, á sér stað samþjöppun í upplýsingatæknigeiranum. Í hrókeringum Teymis fólst svo líka sala á starfsemi Opinna kerfa hér á landi út úr Opnum kerfum Group. Frosti Bergsson fjárfestir, sem áður stýrði Opnum kerfum og seldi tæplega fimmtungshlut hlut sinn í grúppunni árið 2004, festi kaup á Opnum kerfum ehf. fyrir 1,8 milljarða króna. Lokið var við áreiðanleikakönnun vegna kaupanna síðla dags á föstudag. Salan á TM Software kom ekki á óvart í upplýsingatæknigeiranum enda mat manna að fyrirtækið væri í nokkurri vörn í rekstri sínum. Í vor gekk í gegn sala á Maritech, dótturfyrirtæki TM Software, til AKVA Group í Noregi, en nokkrum mánuðum fyrr hafði verið skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup AKVA á sjávarútvegshluta Maritech. Þá áttu sér stað rétt fyrir síðustu áramót breytingar í yfirstjórn TM Software og Friðrik Sigurðsson, forstjóri félagsins til tuttugu ára, lét af störfum. Töluverð samlegðaráhrif þykja hins vegar með Nýherja og TM Software en það síðarnefnda verður rekið sem dótturfélag Nýherja. TM Software er svo móðurfélag fimm félaga: Skyggnis, Origos, Vigors, eMR og IPT. Tvennt er hins vegar unnið með viðskiptum Hands Holding og Teymis. Hjá Teymi verður reksturinn gegnsærri og skugginn af ábyrgðum vegna Hands Holding minnkar og þar með verður félagið væntanlegra álitlegri fjárfestingarkostur á markaði. Þá verða áherslur Teymis líka skarpari í því að félagið einbeitir sér að heimamarkaði eftir að hafa keypt út úr Hands Holding allan íslenskan rekstur. Um leið eru Opin kerfi hér heima seld frá samstæðunni og losnar þar um núning milli Opinna kerfa og EJS innan samstæðunnar, en milli þessara tveggja fyrirtækja hefur ætíð verið mikil samkeppni. Síðan á eftir að koma í ljós hvaða stefnu Hands Holding tekur með erlendar eignir sínar.
Markaðir Tengdar fréttir Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01 Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Teymi horfir til heimamarkaðar Eins og sakir standa horfir Teymi fyrst og fremst til upplýsingatæknimarkaðar hér heima, að sögn Ólafs Þórs Jóhannessonar, framkvæmdastjóra fjármálasviðs félagsins. Hann segir horfur góðar í starfseminni og ánægju með viðskipti síðustu viku. 17. október 2007 00:01
Miklu kostað til í umbreytingarferli Í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar skiptir höfuðmáli fyrir fyrirtæki sem í þeim geira starfa að skilgreina starfsemi sína rétt, segir Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 17. október 2007 00:01