Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu 28. nóvember 2007 00:01 Einungis tuttugu og fimm prósent af tekjum Alþjóðahússins koma frá ríki og sveitarfélögum. „Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum. Ekki með opinberum framlögum eins og margir kynnu að halda. Styrkir frá fyrirtækjum í einstök verkefni eru um fimmtán prósent af tekjum. Í Alþjóðahúsinu fer fram ýmisleg starfsemi sem ætlað er að stuðla að fjölmenningarlegum samskiptum. Þangað er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu og fræðslu. Á fjórum árum hefur hlutfall opinberra framlaga á móti rekstrartekjum félagsins snúist við. Í dag koma um 25 prósent af tekjum Alþjóðahússins frá ríki og sveitarfélögum en 75 prósent frá innra starfi. Hlutfallið var tuttugu prósent á móti áttatíu prósentum fyrir fjórum árum, þegar Einar Skúlason tók við starfi framkvæmdastjóra Alþjóðahússins. „Skýring á þessu er ekki eingöngu að framlögin frá hinu opinbera hafi dregist verulega saman, þótt þau hafi reyndar gert það fyrir árið 2007. Hins vegar hafa umsvif okkar aukist verulega á þessu tímabili,“ segir Einar. Einar segir að hvergi í nágrannalöndum Íslands spili ríki og sveitarfélög eins lítið hlutverk í rekstri félaga á borð Alþjóðahúsið. Hins vegar sé erfitt að bera Ísland saman við nágrannalöndin, enda sé óvíða eins víðtæka þjónustu að finna á einum stað eins og hér. „En það er vissulega einsdæmi að svona lítið hlutfall tekna komi frá hinu opinbera, hjá aðila sem gegnir ákveðnu opinberu hlutverki, eins og við gerum.“- hhs
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira