Banakahólfið: Hvað á barnið að heita? 19. desember 2007 00:01 Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira? Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Sumir hafa af því nokkuð gaman að fletta Lögbirtingarblaðinu. Til dæmis eru þar birt í löngum röðum nöfn fyrirtækja og félaga sem stofnuð hafa verið utan um hvers kyns rekstur. Allur gangur er á hvernig fólki tekst til við nafngiftir og vissara að vanda til þær strax í byrjun. Þannig var augljóslega ekki grundvöllur fyrir Grundvelli, þar sem skiptum lauk fyrir helgina. Á föstudag voru líka ótal ný félög kynnt til sögunnar. Þar á meðal eitt sem starfar við hugbúnaðargerð, hefur starfsemi tengda veraldarvefnum, stendur að sölu á stafrænu og þar fram eftir götunum. Nafnið... Gogoyoko ehf. Í sama holli voru líka félögin Amma Habbý, Goðafélagið, Krummasteinn, Uomo, Þrír litlir pizzastrákar, Hár-Berg, og fjöldi annarra. Góðgæti uppseltGreint er frá því í forsíðufrétt Bændablaðsins að torvelt sé um þessar mundir að verða sér úti um sviðalappir, en slíkur herramannsmatur njóti jú næstum jafnmikilla vinsælda og svið gera. Torveldar framleiðsluna að dýralæknar leggist á móti flutningi lappanna milli svæða af ótta við riðusmit. Fjallalamb á Kópaskeri, en Kópasker mun vera hreint af kindasjúkdómum, er þó sagt hafa boðið upp á sviðalappir, en birgðir frá haustslátrun séu nú á þrotum. „En strax eftir áramótin verður haldið áfram að svíða og verður þá nóg til af þessu góðgæti allt árið," segir í Bændablaðinu.Davíð og dótabúðinDavíð Oddsson Seðlabankastjóri var við síðustu stýrivaxtaákvörðun spurður hvort opnun tveggja stórra leikfangaverslana gæti haft áhrif á efnahaginn og eyðsluna. Davíð sagði fátt um það, en undraðist viðbrögðin. Það væri eins og hér hefði aldrei fyrr verið opnuð dótabúð. Leikfangaverslunin Bara fyrir börnin segir í auglýsingum að Seðlabankastjóri beini þeim tilmælum til fólks að vera hagsýnt við leikfangakaup og auglýsir mikla lækkun. Það skyldi þó ekki hafa falist í orðum Seðlabankastjórans að fólk ætti að kaupa minna af dóti en ekki meira?
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira