Viðskiptatryggð margborgar sig 19. desember 2007 00:01 Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira