Jón Ásgeir hættur sem forstjóri Baugs 8. júní 2007 13:19 Jón Ásgeir Jóhannesson, fráfarandi forstjóri Baugs Group. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Þá verður Stefán H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, staðgengill forstjóra. Skarphéðinn Berg Steinarsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Property & Investments sviðs Baugs tekur við forstjórastarfi hjá Stoðir Group, sem er nýstofnað félag sem tekur yfir rekstur Stoða hf. og fleiri fasteignafélaga. Hreinn Loftsson, sem hingað til hefur gengt starfi stjórnarformanns, mun sitja áfram í stjórn félagsins og gegna ráðgjafastörfum fyrir það.Breytingar á stjórn BaugsGunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.Í tilkynningu frá Baugi segir að breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari en áður í fjölþættri sókn þess á alþjóðavettvangi.Haft er eftir Jóni Ásgeiri, sem sömuleiðis tók við stjórnarformennsku í FL Group af Skarphéðni Berg í dag, að fyrirtækið hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum og sé Baugur Group nú það fjárfestingarfélag á sviði smásölu og fasteigna sem hraðast vex í heiminum, Hafi umfangið kallað á breytt skipulag til að vöxtur og velgengni félagsins geti haldið áfram.„Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki í heiminum í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan 5 ára. Að ná slíku markmiði krefst þess að Baugur sé í framlínu á þróun rekstrarumhverfis verslunar auk þess að vera leiðandi þátttakandi í þeirri gríðarlegu samþættingu verslunar sem mun eiga sér stað á komandi árum. Í starfi mínu sem starfandi stjórnarformaður mun mér gefast tækifæri til að þróa þessa sýn, horfa lengra fram á veginn og byggja upp umhverfi sem gerir Baugi kleift að ná settum markmiðum á þessu sviði," segir Jón Ásgeir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, tilkynnti á aðalfundi Baugs Group í dag að hann hafi látið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins. Við starfi hans tekur Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi. Jón mun í kjölfarið taka við sem starfandi stjórnarformaður Baugs Group. Umtalsverðar skipulagsbreytingar á stjórn Baugs voru kynntar á aðalfundi félagsins í dag. Þá verður Stefán H. Hilmarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, staðgengill forstjóra. Skarphéðinn Berg Steinarsson sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Property & Investments sviðs Baugs tekur við forstjórastarfi hjá Stoðir Group, sem er nýstofnað félag sem tekur yfir rekstur Stoða hf. og fleiri fasteignafélaga. Hreinn Loftsson, sem hingað til hefur gengt starfi stjórnarformanns, mun sitja áfram í stjórn félagsins og gegna ráðgjafastörfum fyrir það.Breytingar á stjórn BaugsGunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.Í tilkynningu frá Baugi segir að breytingarnar séu gerðar með það fyrir augum að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari en áður í fjölþættri sókn þess á alþjóðavettvangi.Haft er eftir Jóni Ásgeiri, sem sömuleiðis tók við stjórnarformennsku í FL Group af Skarphéðni Berg í dag, að fyrirtækið hafi vaxið mjög hratt á undanförnum árum og sé Baugur Group nú það fjárfestingarfélag á sviði smásölu og fasteigna sem hraðast vex í heiminum, Hafi umfangið kallað á breytt skipulag til að vöxtur og velgengni félagsins geti haldið áfram.„Við höfum sett okkur þau markmið að verða stærsta fjárfestingarfyrirtæki í heiminum í fjárfestingum tengdum verslunarrekstri innan 5 ára. Að ná slíku markmiði krefst þess að Baugur sé í framlínu á þróun rekstrarumhverfis verslunar auk þess að vera leiðandi þátttakandi í þeirri gríðarlegu samþættingu verslunar sem mun eiga sér stað á komandi árum. Í starfi mínu sem starfandi stjórnarformaður mun mér gefast tækifæri til að þróa þessa sýn, horfa lengra fram á veginn og byggja upp umhverfi sem gerir Baugi kleift að ná settum markmiðum á þessu sviði," segir Jón Ásgeir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira