Bankahólfið: I’m from the government 5. mars 2008 00:01 Geir Haarde Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Líklega fagna því margir, sem fram kemur í Financial Times í gær, að Geir H. Haarde forsætisráðherra ætlar að kynna sterka stöðu íslensks efnahagslífs erlendis. Hefur hann ákveðið að fara til New York í þessum mánuði til að ræða við fjárfesta og sannfæra þá um að Ísland sé nú álitlegri kostur en Kasakstan (sjá síðu 2). Einhverjir eru þó efins og rifja í gamni upp orð Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þegar hann lýsti því hvaða níu orð á enskri tungu hræddu mest: „I'm from the government and I'm here to help." iPhone crackiPhone-síminn selst eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Símarnir eru ekki til sölu hér á landi og óljóst hvenær af því verður, aðdáendum Apple til mikillar mæðu. Af þeim sökum hafa fjölmargir brugðið á það ráð að kaupa iPhone erlendis og flytja til Íslands. Til að síminn gagnist á Íslandi þarf að afnema læsingu sem á að koma í veg fyrir flutning tækja milli markaða. Græða menn fúlgur fjár á því. Einn hafði virkjað um 300 síma en ekki var hægt að nota símkort frá Símanum eftir aðgerðina. Vodafone fékk því marga iPhone-aðdáendur í viðskipti til sín. Fór svo að þessi einstaklingur fékk „leiðbeiningar" um hvernig hægt væri að opna símann og nota hann á símkerfi Símans. Markaðsöflin eru víða að verki.Bankaumræður í sjónvarpiFyrir helgi varð nokkuð fjaðrafok á Eyjunni í umræðum um viðskipta- og efnahagsmálaumfjöllun í Silfri Egils. Efnahagsmál eru fyrirferðarmikil í fjölmiðlum þessa dagana enda umrót í fjármálaheiminum og hriktir sums staðar í. Á föstudag ræddu í Íslandi í dag Illugi Gunnarsson, þingmaður og fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Ólafur Stephensen, ritstjóri 24 stunda, fréttir vikunnar. Í umræðum um Evrópusambandið benti Illugi á að bönkum á meginlandinu virtist ekki meiri stuðningur af evrunni en svo að þeir stæðu margir illa í fjármálaóróleikanum. Þarna hefði mátt spyrja hvort þingmaðurinn teldi vanda íslensku bankanna, sem enga áhættu bera af undirmálslánum, vera þann sama og plagar evrópska banka.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira