Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum Ingimar Karl Helgason skrifar 12. mars 2008 00:01 Brýnt að skila framtalinu. Ríkið verður ekki endilega af tekjum, nema menn svíkist um að telja fram. Markaðurinn/E.Ól. „Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“ Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
„Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árnadóttir, yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs PricewaterhouseCoopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra félaga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignarhalds í Straumi sé erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu félaga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lágskattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, innlendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagnstekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lögaðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lögaðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar framtali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efnahagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjáreign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafnvel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskattur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandsvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira