Smáríki búa við meiri gengissveiflur 26. mars 2008 00:01 Bíða þess að taka til máls Francis Breedon (til vinstri) var síðastur á mælendaskrá ráðstefnunnar í HR fyrir helgi. Hann og Þórarinn G. Pétursson, sem flutti miðerindi ráðstefnunnar, hlýða hér á Andrew Rose fjalla um Myntbandalag Evrópu. Markaðurinn/Vilhelm Niðurstöður samanburðarrannsóknar Þórarins G. Péturssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, benda til að Íslendingar kunni að þurfa að sætta sig við verðbólgusveiflur umfram þau ríki sem við berum okkur helst saman við. Hann segir þó rúm til framfara með opnari og trúverðugri peningamálastefnu sem nyti meiri stuðnings ríkisins og stofnana þess. Um leið segir hann niðurstöðurnar benda til að með aðild að Myntbandalagi Evrópu mætti ná betri tökum á verðbólgu hér en vænta mætti með umbótum í peningamálastefnunni. Þórarinn, sem jafnframt er forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og staðgengill aðalhagfræðings bankans, áréttaði í upphafi kynningar rannsókna hans á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykjavík fyrir helgina, að hann lýsti þar einungis eigin skoðunum en talaði ekki fyrir hönd Seðlabankans.Ákveðnum þjóðum gengur verrRótin að rannsókn Þórarins, sem ber heitið How hard can it be? Inflation control around the world, segir hann vera leitina að orsök ólíkrar verðbólguþróunar í löndum heims. Sér í lagi horfir hann til þess hvers vegna verðbólgusveiflur eru meiri í litlum opnum hagkerfum og í nýmarkaðs- og þróunarríkjum en gerist hjá stærri og þróaðri löndum. Í kynningunni hans í Háskólanum í Reykjavík lagði Þórarinn áherslu á þýðingu niðurstaðnanna fyrir stjórn peningamála hér.„Ég horfi til þess hvað það kostar að fórna sjálfstæðri stjórn peningamála og hvort í því felst í raun og veru kostnaður," segir Þórarinn. Um leið bendir hann á að ríki heims séu mislagin við að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu. „Sumum ferst það vel, ...og öðrum síður." Hann segir að tveimur hópum þjóða virðist ganga verr í stjórn peningamála, annars vegar séu það mjög lítil hagkerfi og hins vegar nýmarkaðs- og þróunarríki. „Samanburður á árangri þessara þjóða í baráttu við verðbólgu við stærri og þróaðri hagkerfi er þeim í óhag."Þórarinn segir hins vegar þróunina í heiminum síðustu tvo áratugi hafa verið í þá átt að stjórn peningamála hafi batnað og meiri árangur náðst í verðbólguslagnum. „Ef hins vegar er rýnt í gögnin kemur fram að löndum sem farnaðist vel áður heldur áfram að farnast vel. Í löndum þar sem illa gekk hafa orðið framfarir, en þær reka samt enn lestina í samanburðinum. Því er athyglisvert að velta fyrir sér af hverju það er að þótt löndum á borð við Ísland gangi nú betur, eru þau með slökustu niðurstöðuna í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir." Þórarinn veltir fyrir sér hvort þar spili inn í þættir á borð við slaka stjórn peningamála, veikt stofnanakerfi, tíðari sérhæfð áföll, skipulag hagkerfisins, eða jafnvel hrein og klár óheppni.Meiri sveiflur eða evraSmæð landsins þýðir að hér verða áhrif efnahagsáfalla hlutfallslega meiri en í stærri ríkjum, segir Þórarinn og vitnar meðal annars til rannsókna Bens Hunts, sérfræðings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Niðurstöður rannsóknar hans vísa einnig til sterkra áhrifa af sveiflum gjaldmiðilsins. Hann bendir reyndar á að í sögulegu samhengi sé gengissveifla krónunnar sú sama og dollarsins, þótt áhrifin séu önnur á hagkerfið hér en vestra. „Ef gengi krónunnar breytist um eitt prósent má merkja það tveimur árum síðar í 0,4 prósenta áhrifum á stýrivexti. Í Bandaríkjunum eru áhrifin næstum engin."Þórarinn segir krónuna, líkt og mynt annarra smárra opinna hagkerfa, auk nýmarkaðs- og þróunarlanda, bera áhættugjald sem auki sveiflur hennar. Hann bendir á að í löndum þar sem verðbólga sveiflast meira, sé tilhneigingin sú að hærra áhættuálag sé á gjaldmiðlum. Með gagnsærri og skilvirkari stjórn peningamála segir Þórarinn hins vegar hægt að draga úr vægi krónunnar á hagsveifluna, þótt hér verði landinn trúlegast að sætta sig við að búa við meiri verðbólgusveiflur en annars staðar gerist. „Úr greiningunni má líka lesa að hægt væri að ná meiri árangri við að hemja verðbólgu við það eitt að taka hér upp evru og ganga í Myntbandalag Evrópu. Við slíka breytingu væri úr sögunni vandinn sem fylgir grunnum og smáum fjármálamarkaði sem að öllum líkindum getur af sér meira og sveiflukenndara áhættuálag á gjaldmiðilinn." Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Niðurstöður samanburðarrannsóknar Þórarins G. Péturssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, benda til að Íslendingar kunni að þurfa að sætta sig við verðbólgusveiflur umfram þau ríki sem við berum okkur helst saman við. Hann segir þó rúm til framfara með opnari og trúverðugri peningamálastefnu sem nyti meiri stuðnings ríkisins og stofnana þess. Um leið segir hann niðurstöðurnar benda til að með aðild að Myntbandalagi Evrópu mætti ná betri tökum á verðbólgu hér en vænta mætti með umbótum í peningamálastefnunni. Þórarinn, sem jafnframt er forstöðumaður rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og staðgengill aðalhagfræðings bankans, áréttaði í upphafi kynningar rannsókna hans á ráðstefnu Rannsóknarstofnunar í fjármálum við Háskólann í Reykjavík fyrir helgina, að hann lýsti þar einungis eigin skoðunum en talaði ekki fyrir hönd Seðlabankans.Ákveðnum þjóðum gengur verrRótin að rannsókn Þórarins, sem ber heitið How hard can it be? Inflation control around the world, segir hann vera leitina að orsök ólíkrar verðbólguþróunar í löndum heims. Sér í lagi horfir hann til þess hvers vegna verðbólgusveiflur eru meiri í litlum opnum hagkerfum og í nýmarkaðs- og þróunarríkjum en gerist hjá stærri og þróaðri löndum. Í kynningunni hans í Háskólanum í Reykjavík lagði Þórarinn áherslu á þýðingu niðurstaðnanna fyrir stjórn peningamála hér.„Ég horfi til þess hvað það kostar að fórna sjálfstæðri stjórn peningamála og hvort í því felst í raun og veru kostnaður," segir Þórarinn. Um leið bendir hann á að ríki heims séu mislagin við að halda úti sjálfstæðri peningamálastefnu. „Sumum ferst það vel, ...og öðrum síður." Hann segir að tveimur hópum þjóða virðist ganga verr í stjórn peningamála, annars vegar séu það mjög lítil hagkerfi og hins vegar nýmarkaðs- og þróunarríki. „Samanburður á árangri þessara þjóða í baráttu við verðbólgu við stærri og þróaðri hagkerfi er þeim í óhag."Þórarinn segir hins vegar þróunina í heiminum síðustu tvo áratugi hafa verið í þá átt að stjórn peningamála hafi batnað og meiri árangur náðst í verðbólguslagnum. „Ef hins vegar er rýnt í gögnin kemur fram að löndum sem farnaðist vel áður heldur áfram að farnast vel. Í löndum þar sem illa gekk hafa orðið framfarir, en þær reka samt enn lestina í samanburðinum. Því er athyglisvert að velta fyrir sér af hverju það er að þótt löndum á borð við Ísland gangi nú betur, eru þau með slökustu niðurstöðuna í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir." Þórarinn veltir fyrir sér hvort þar spili inn í þættir á borð við slaka stjórn peningamála, veikt stofnanakerfi, tíðari sérhæfð áföll, skipulag hagkerfisins, eða jafnvel hrein og klár óheppni.Meiri sveiflur eða evraSmæð landsins þýðir að hér verða áhrif efnahagsáfalla hlutfallslega meiri en í stærri ríkjum, segir Þórarinn og vitnar meðal annars til rannsókna Bens Hunts, sérfræðings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Niðurstöður rannsóknar hans vísa einnig til sterkra áhrifa af sveiflum gjaldmiðilsins. Hann bendir reyndar á að í sögulegu samhengi sé gengissveifla krónunnar sú sama og dollarsins, þótt áhrifin séu önnur á hagkerfið hér en vestra. „Ef gengi krónunnar breytist um eitt prósent má merkja það tveimur árum síðar í 0,4 prósenta áhrifum á stýrivexti. Í Bandaríkjunum eru áhrifin næstum engin."Þórarinn segir krónuna, líkt og mynt annarra smárra opinna hagkerfa, auk nýmarkaðs- og þróunarlanda, bera áhættugjald sem auki sveiflur hennar. Hann bendir á að í löndum þar sem verðbólga sveiflast meira, sé tilhneigingin sú að hærra áhættuálag sé á gjaldmiðlum. Með gagnsærri og skilvirkari stjórn peningamála segir Þórarinn hins vegar hægt að draga úr vægi krónunnar á hagsveifluna, þótt hér verði landinn trúlegast að sætta sig við að búa við meiri verðbólgusveiflur en annars staðar gerist. „Úr greiningunni má líka lesa að hægt væri að ná meiri árangri við að hemja verðbólgu við það eitt að taka hér upp evru og ganga í Myntbandalag Evrópu. Við slíka breytingu væri úr sögunni vandinn sem fylgir grunnum og smáum fjármálamarkaði sem að öllum líkindum getur af sér meira og sveiflukenndara áhættuálag á gjaldmiðilinn."
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira