Heilræði Schraders eiga sérstakt erindi nú 9. desember 2008 18:04 Ásgeir Jónsson Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þýskættaður Bandaríkjamaður að nafni George H. F. Schrader eyddi hér síðustu þremur árum ævi sinnar áður en hann fyrirfór sér árið 1915, aðeins 57 ára gamall. Schrader bjó á Akureyri og sinnti margvíslegu menningar- og uppbyggingarstarfi. Hann skrifaði bók um hesta og aðra þar sem hann deildi fróðleik sínum úr heimi viðskiptanna í Bandaríkjunum. Sú bók heitir „Heilræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum“ og er nýkomin út í þriðju útgáfu. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, skrifar nýjan inngang við þriðju útgáfu heilræðanna, en hann annast endurútgáfuna nú, sem og 2003 áður. Sú er uppseld, sem og frumútgáfan frá 1913. Texta bókar Schraders þýddi Steingrímur Matthíasson læknir, sonur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Heilræðin eru um margt merkilegur vitnisburður um þankagang í verslun og viðskiptum á þessum tíma. „Einnig má líta á heilræði Schraders sem sönnun fyrir því að árangur í frjálsri samkeppni byggist ekki á frumskógarlögmálum heldur dugnaði, forsjálni og trausti,“ skrifar Ásgeir í inngangi bókarinnar. Þar gerir hann tilraun til að svipta hulunni af þessum dularfulla útlendingi. En eftir fall bankanna í haust lagðist Ásgeir í ítarlega rannsóknarvinnu og fann nýjar heimildir um Schrader. „Ég lagðist yfir allt sem kom út á prenti fyrir norðan í leit að rituðum heimildum,“ segir Ásgeir, sem einnig fann upplýsingar utan landsteinanna sem ekki hafa áður komið fram. Hann segir heilræðin eina helstu perlu íslenskra viðskiptabókmennta. Áður en Schrader birtist hér skyndilega árið 1912 hafði starfað á verðbréfamarkaðinum á Wall Street í 35 ár og stórefnast, en hingað kom hann frá Englandi. Þá þegar er hann talinn hafa verið haldinn einhverjum hrörnunarsjúkdómi, sem farinn var að herja verulega á hann undir það síðasta. Sem dæmi um heilræði Schraders má ef til vill grípa niður í inngangi kaflans um peninga. „Borgaðu skuldir þínar á réttum tíma ef þú getur. Haltu aldrei peningum fyrir viðskiftavini þínum, því peningarnir eru hans, meðan þú ekki hefur greitt skuldir þínar. Skilvís borgun tryggir greið viðskifti og gott lánstraust. Sein borgun vekur tortrygni og óánægju,“ segir þar og undir almennu heilræðum er eftirfarandi, sem átt gæti heima í hvaða samningatæknikennslubók sem er: „Þegar þú átt í ágreiningi, sem þú vilt lagfæra, settu þig í spor þess manns, sem þú átt í ágreiningi við, og reyndu að hugleiða málið frá hans sjónarmiði, mæt honum síðan miðja vegu.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira