Boltanum verður að halda á lofti Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. apríl 2008 08:00 Bjarni Ármannsson segir krónuna vera gjaldmiðil sem glatað hafi trausti jafnt innan lands sem utan. Hann segir að stjórnvöld hér verði að marka sér stefnu skýra stefnu til framtðiðar sem aukið geti traust á íslensku efnahagslífi og starfsumhverfi fyrirtækja hér. Markaðurinn/Arnþór Bjarni Ármannsson fjárfestir hefur í Bandaríkjunum fundið bakland til stærri fjárfestinga hjá fjárfestingarsjóði að nafni Paine & Partners. Hann hefur með Norðmanninum Frank Ove Reite, sem er fyrrverandi samstarfsmaður Bjarna úr Glitni, gengið til liðs við sjóðinn sem operating director, eða það sem kalla mætti „athafnastjóra“ í lauslegri þýðingu. Þótt Bjarni hafi strax ákveðið að fara sér ekki að neinu óðslega þegar hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis fyrir tæpu ári hefur síður en svo ríkt nokkur lognmolla hjá honum. Eftir „millileik“ með Reykjavik Energy Invest (REI) hefur hann nú fundið fjárfestingum sínum farveg til framtíðar um leið og tilveran er að komast í fastari skorður og nánasta framtíð er ljós, með flutningi til Noregs með fjölskylduna í sumar. Tíðindi dagsins varða hins vegar nokkurs konar niðurstöðu á vangaveltum Bjarna um hvernig best sé að standa að fjárfestingum. „Maður þarf aðgang bæði að fjármagni og þekkingu,“ segir Bjarni og kveðst um skeið hafa með þetta á bak við eyrað verið í sambandi við ýmsa fjárfestingarbanka og einkaframtakssjóði (e. private equity). „Niðurstaðan er að við Frank Reite, sem starfaði með mér í Glitni, höfum gert samkomulag við „private equity“-sjóð sem heitir Paine & Partners og gerumst það sem kallað er „operating director“.“ Félagið segir Bjarni stofnað árið 1997 og hafa frá þeim tíma fjárfest fyrir tæplega sex og hálfan milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum atvinnugreinum. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfestingum hefur verið bundið hefur að jafnaði verið 33 prósent á ári. Þeir sem að félaginu standa hafa þannig getið sér mjög gott orð, enda eru á meðal þeirra margir af eftirsóttustu fjárfestum heims.“ í liði Með öflugustu fjárfestum heimsÚtrásarvíkingur með bakland í Ameríku Bjarni Ármannsson hefur gengið til liðs við bandarískan fjárfestingarsjóð starfar með mörgum af öflugustu fjárfestum heims. Bjarni starfar þar með Frank Reite, félaga hans úr Glitni og leitar fjárfestingartækifæra í Norður-Evrópu. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að í framhaldinu kunni erlend fjárfesting að aukast hér. Markaðurinn/ArnþórBjarni og Frank Ove starfa með Paine & Partners en hafa að sérsviði fjárfestingar í sjávarútvegi, orkuiðnaði og í fjármálageiranum. „Eðli málsins samkvæmt er áherslan hjá okkur meiri á Norður-Evrópu þótt fjárfestingarnar séu ekki á nokkurn hátt bundnar við það svæði, en markmiðið er að starfrækja okkar starfsemi frá Osló.“ Í dag segir Bjarni Paine & Partners vera með 44 starfsmenn, þar af helming starfsmanna í beinum fjárfestingum og aðsetur í San Francisco og New York í Bandaríkjunum. Núna fjárfestir félagið úr sjóði sem heitir Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Á þeim rúma áratug sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann tekið þátt í átján svokölluðum grunnfjárfestingum, eða „platform investments“, sem síðan hafa getið af sér kaup á 59 öðrum fyrirtækjum til vaxtar og styrkingar grunnfjárfestingunum. „Ég sé því fram á að þetta geti boðið upp á ýmis áhugaverð tækifæri vegna stærðar sjóðsins, bakhjarla hans og þekkingar starfsmanna. Þá hefur verið algengt að sjóðurinn hafi fengið sína fjárfesta sem meðfjárfesta í ákveðnum verkefnum, sem er þekkt fyrirbrigði úr þessum private equity-geira,“ segir Bjarni, en með slíku samspili við suma af öflugustu fjárfesta heims er athafna- og fjárfestingargetan orðin umtalsvert meiri. „Áherslan verður ýmist á að styðja við bakið á núverandi fjárfestingum sjóðsins, eða finna nýjar. Þetta eru geirar sem við teljum okkur hafa ágæta þekkingu á, en með þeirra fjárhagslega hrygg og okkar tengslanet ættum við að geta hjálpað fyrirtækinu að skapa verðmæti fyrir sína fjárfesta.“ Aðspurður segir Bjarni ekki loku fyrir það skotið að samstarfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. „Hvar okkur ber nákvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós, en við horfum náttúrlega til þessara þriggja greina; sjávarútvegs, orku og fjármálastarfsemi.“ Hann segir hins vegar að sjálfsögðu munu verða horft til áhugaverðra fjárfestinga hér á landi líkt og annars staðar. „Íslensk fyrirtæki hafa enda sýnt fram á það á síðustu árum að þau geta skapað mikil verðmæti og haft þann kraft sem þarf til að búa til fyrirtæki, láta þau vaxa og skapa verðmæti fyrir fjárfesta.“ Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að áherslur Bjarna í fjárfestingum eru á sömu sérsviðum og lagt var upp með hjá Glitni þegar hann var þar við stjórnvölinn. Aðkoman er hins vegar önnur sem hluthafi og eigandi, meðan bankinn er meira þjónustu- og lánveitandi. Ekki er því útilokað að þarna kunni að vera fletir til frekara samstarfs. Er ekki bjartsýnn á þróun efnahagsmálaÞorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur haft á orði að í fjármálageiranum hafi viðgengist „rugl“, svo sem í launagreiðslum æðstu yfirmanna. Bjarni kveðst hins vegar vilja stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um slík mál. „Fjárfestingarbankastarfsemi er eðli málsins samkvæmt þannig að tekjurnar koma í bylgjum og það geta verið fáir einstaklingar sem velta þar því hlassi sem ræður hvort viðskipti lenda þeim megin hryggjar eða annars staðar. Þá hefur sýnt sig í alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi að menn fljóta mjög auðveldlega á milli fyrirtækja og leiðir þessara banka til að bregðast við því hafa verið að mismuna fólki með launagreiðslum. Ég held að íslenskir bankar geti ekki verið undantekning í þeim efnum, en auðvitað er alltaf matsatriði hvort of langt hafi verið gengið í einstökum tilfellum. Þetta snýst því í raun ekki um grundvallarregluna, heldur hvað sé ásættanlegt og hvað ekki í því umhverfi sem menn starfa.“ Starfsumhverfi alþjóðlegra fjármálafyrirtækja hefur hins vegar breyst síðustu misseri og jafnvel þannig að hrikti í stoðum þeirra sumra hverra sem illa voru í stakk búin til að takast á við lausafjárþurrðina sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Það er alveg ljóst að við lifum á mjög sögulegum tímum. Í dag eru afskriftir vegna undirmálslána og skuldabréfavafninga frá því í júní í fyrra rétt að ná í 300 milljarða dollara og auðvitað ljóst að þær hreyfingar allar og afleiðingar þeirra skekja markaðinn gríðarlega. Á öllum eignamörkuðum er undirliggjandi hræðsla. Jafnframt er ljóst að hlutabréfamarkaðir í heiminum eru almennt mun jákvæðari á þróunina en endurspeglast í álagi á skuldatryggingar og á skuldabréfamörkuðum þar sem ríkir svartsýni og jafnvel sums staðar frost líkt og við höfum mátt þola hér á landi,“ segir Bjarni og kveður ljóst að ekki geti bæði sjónarmið verið rétt. „Raunveruleikinn liggur líkast til þarna á milli einhvers staðar. Ég held að fyrsta stigs áhrifin af þessari undirmálskrísu séu komin eða um það bil að koma fram og stærsta spurningin nú sé hvernig annars stigs áhrifin verði, það er áhrifin á neyslulán og á húsnæðisverð, atvinnuleysi og neytendahegðun,“ segir hann og telur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni um þá þróun á heimsvísu, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. „Við búum við þær óvenjulegu aðstæður að uppsveifla í Suðaustur-Asíu hefur keyrt upp verð á hrávöru, málmum og matvælum, auk þess sem ýmsir þættir sem áður voru nýttir til matvælaframleiðslu eru nú notaðir við orkuframleiðslu. Þetta þýðir að við göngum of hratt á auðlindir heimsins. Einhvers konar endurskipulagning í þeim efnum er bráðnauðsynleg og hluti af þeirri aðlögun verður samdráttur í eftirspurn, eða í vexti, í hinum vestræna heimi. Ég held að við séum í ákveðnu sögulegu ferli og þegar hlutir gerast mjög sjaldan, jafnvel bara einu sinni til tvisvar í líftíma fólks, er afskaplega erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast. Til skemmri tíma litið tel ég hins vegar ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni. Hvað okkur Íslendinga varðar er ljóst að lausafjarkrísan hittir okkur illa fyrir vegna þess hve fjármálageirinn er stór hluti af okkar fyrirtækjarekstri og hvað hann vegur þungt í vexti samfélagsins. Um þriðjungur af vexti í þjóðarframleiðslu frá aldamótum hefur komið frá fjármálaþjónustu.“ Samhliða þessum þrengingum segir Bjarni þjóðarbúið mega horfa upp á samdrátt í erlendri fjárfestingu vegna loka fjárfestinga vegna uppbyggingar í ál- og orkuiðnaði. „Ég held að þetta muni taka tíma að jafna sig á Íslandi og vona að stjórnvöld og þar til bærir aðilar beri gæfu til að taka réttar ákvarðanir í efnahagsmálum.“ Krónan hefur misst trúverðugleikaBjarni er hins vegar ekki alveg skoðanalaus þegar að því kemur að meta hvaða ákvarðanir séu réttar í að stýra efnahagslífi þjóðarinnar þannig að draga megi úr neikvæðum áhrifum niðursveiflu og fjármálaþrenginga heimsins. „Ég held að við þurfum að einbeita okkur að því, og hefðum þurft að vera búin að því fyrr, að tryggja að lánveitandi til þrautavara geti útvegað íslensku bönkunum fjármagn í erlendri mynt. Það er hlutverk Seðlabankans og hann hlýtur að taka það hlutverk mjög alvarlega. Á sama tíma horfir maður til þess að lánshæfismatsfyrirtæki sem og aðrir sem virða íslenskt hagkerfi fyrir sér úr fjarlægð líta til þess hvort stjórnvöld hafi skýra sýn á framtíðarskipan þessa samfélags. Ég held að við þurfum að horfast í augu við að annað hvort eru dagar krónunnar taldir eða teljanlegir. Gjaldmiðillinn, eins og staðan er í dag, hefur misst trúverðugleika, bæði held ég hjá okkur Íslendingum og alþjóðlega. Þegar það kemur ofan á lausafjárkrísu og samdrátt í framkvæmdum er við vandamál að eiga á mjög mörgum sviðum og þá þarf stefnan að vera skýr.“ Bjarni áréttar að sjálfsagt sé hægt að marka fleiri en eina farsæla stefnu til að vinna eftir, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu að marka þjóðinni farveg í þessum efnum. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera. Ég held það sé alveg ljóst að við þurfum að setja það mjög hratt niður fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum byggja upp og hvers konar efnahagsstjórn því það er alls ekki nógu skýrt í dag og kemur klárlega fram hjá þessum alþjóðlegu greiningaraðilum.“ Bankarnir segir Bjarni að hafi tekið sig mjög saman í andlitinu, bætt upplýsingagjöf og tekið strangari viðmið í starfsemi sinni í tengslum við umræðuvanda sem skapaðist um starfsemi þeirra á vordögum 2006. „Staða bankanna var því sem betur fer mjög sterk þegar lausafjárkreppan skall á, en að sama skapi eru innviðir fjármálakerfisins sem við búum við ekki jafnsterkir og æskilegt væri. Þar liggur beinast við að tala um lítinn gjaldeyrisvaraforða í samanburði við stærð bankakerfisins. Við erum með tiltölulega ungt kerfi og þar af leiðandi eftirlitsaðila, á meðan starfsemi banka sem rekin er frá Íslandi er víðfeðm og nær um heim allan. Eins og alltaf tekur tíma að vinna trúverðugleika og eins og staðan er í dag fær enginn að njóta vafans. Það setur enn meiri kröfu á innviðina – að ramminn haldi.“ Evrópusambandsaðild er ein leið til lausnar að mati Bjarna, en hann áréttar að úrlausnarefnið sé fremur pólitískt en hagstjórnarlegt til lengri tíma litið. „Fram til þessa höfum við leyst stöðu svipaða því sem við erum í dag í með lækkun á gengi krónunnar og þar með rýrnun kaupmáttar í gegnum verðbólgu. Því er ljóst að við yrðum að temja okkur miklu agaðri vinnubrögð ef gengi myntarinnar væri fast og leiðrétting í efnahagsniðursveiflu kæmi fram í auknu atvinnuleysi og launalækkunum. En það má vel vera að samfélagið sé tilbúið til þess. Þessu fylgja öllu kostir og gallar.“ Aðalatriðið segir Bjarni að setjast faglega yfir hverjir möguleikar þjóðarinnar séu. „Möguleikar okkar til sérstöðu eru vitanlega meiri utan Evrópusambandsins en innan, en þeir sérstöðumöguleikar þurfa þá að vera einhvers virði, hvort sem þar er rætt um möguleika á alþjóðlegri fjármálamiðstöð eða eitthvað annað,“ segir Bjarni og bætir við að hér hafi menn þegar sýnt á afgerandi hátt fram á getuna til að koma góðum hlutum til leiðar. „Á Íslandi er til mikil þekking og ef hún er samtengd krafti og vilja til að búa til verðmæti höfum við sýnt fram á að það getum við gert. Saga Íslands á 20. öldinni er auðvitað eitt stórt kraftaverk. Við förum úr því að vera fátækasta ríki Vestur-Evrópu í að vera sjötta ríkasta land í heimi. Auðvitað eru sveiflurnar meiri vegna smæðar hagkerfisins, en það minnir mann á mikilvægi þess að enda þótt blási á móti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og það hafi afleiðingar hér megum við ekki hætta að skapa og fjárfesta í einhverju nýju. Við verðum að halda boltanum á lofti og þróuninni gangandi.“ Bjarni lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum að halda boltanum á lofti og hefur sjálfur fjárfest í nokkrum smærri verkefnum, bæði heima og erlendis. „Nú er rétt að verða komið ár síðan tilkynnt var um að ég hefði ákveðið að hætta hjá Glitni. Á þeim tíma ákvað ég tvennt, annars vegar að fara ekki mjög hratt af stað og hins vegar að prófa að vera í hlutverki eigandans, sem hefði það að markmiði að vinna með fjárfestingum sínum og auka þar með verðgildi þeirra,“ segir Bjarni og kveðst eðli málsins samkvæmt hafa skoðað mun fleiri fjárfestingar en lagt hafi verið í. „Í dag er ég með nokkrar slíkar undir,“ segir hann, en þar á meðal er smálánafyrirtækið Folkia sem er með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku og svo fjárfesting hans í Glitni Property Holding þar sem hann er stjórnarformaður með tæplega tólf prósenta hlut. Þá hefur Bjarni einnig fjárfest í iðnaði hér heima, svo sem með kaupum á Gasfélaginu síðasta sumar. „Það er skemmtilegt lítið fyrirtæki og ég hef verið að horfa til þess hvernig megi þróa það. Aukin gasnotkun er náttúrlega vatn á myllu þess fyrirtækis og hún hefur vaxið með aukinni notkun almennings sem og í stóriðnaði, svo sem álframleiðslu þar sem gas er meðal annars notað. Svo hef ég núna um skeið skoðað framleiðsluferla sem eru gasfrekir og þannig kom til að mynda upp hugmyndin um framleiðslu á koltrefjum, sem í síðustu viku endaði með stofnun undirbúningsfélags að byggingu koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki.“ Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Bjarni Ármannsson fjárfestir hefur í Bandaríkjunum fundið bakland til stærri fjárfestinga hjá fjárfestingarsjóði að nafni Paine & Partners. Hann hefur með Norðmanninum Frank Ove Reite, sem er fyrrverandi samstarfsmaður Bjarna úr Glitni, gengið til liðs við sjóðinn sem operating director, eða það sem kalla mætti „athafnastjóra“ í lauslegri þýðingu. Þótt Bjarni hafi strax ákveðið að fara sér ekki að neinu óðslega þegar hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis fyrir tæpu ári hefur síður en svo ríkt nokkur lognmolla hjá honum. Eftir „millileik“ með Reykjavik Energy Invest (REI) hefur hann nú fundið fjárfestingum sínum farveg til framtíðar um leið og tilveran er að komast í fastari skorður og nánasta framtíð er ljós, með flutningi til Noregs með fjölskylduna í sumar. Tíðindi dagsins varða hins vegar nokkurs konar niðurstöðu á vangaveltum Bjarna um hvernig best sé að standa að fjárfestingum. „Maður þarf aðgang bæði að fjármagni og þekkingu,“ segir Bjarni og kveðst um skeið hafa með þetta á bak við eyrað verið í sambandi við ýmsa fjárfestingarbanka og einkaframtakssjóði (e. private equity). „Niðurstaðan er að við Frank Reite, sem starfaði með mér í Glitni, höfum gert samkomulag við „private equity“-sjóð sem heitir Paine & Partners og gerumst það sem kallað er „operating director“.“ Félagið segir Bjarni stofnað árið 1997 og hafa frá þeim tíma fjárfest fyrir tæplega sex og hálfan milljarð Bandaríkjadala í félögum í ýmsum atvinnugreinum. „Ávöxtun á það eigið fé sem í þeim fjárfestingum hefur verið bundið hefur að jafnaði verið 33 prósent á ári. Þeir sem að félaginu standa hafa þannig getið sér mjög gott orð, enda eru á meðal þeirra margir af eftirsóttustu fjárfestum heims.“ í liði Með öflugustu fjárfestum heimsÚtrásarvíkingur með bakland í Ameríku Bjarni Ármannsson hefur gengið til liðs við bandarískan fjárfestingarsjóð starfar með mörgum af öflugustu fjárfestum heims. Bjarni starfar þar með Frank Reite, félaga hans úr Glitni og leitar fjárfestingartækifæra í Norður-Evrópu. Hann segir ekki loku fyrir það skotið að í framhaldinu kunni erlend fjárfesting að aukast hér. Markaðurinn/ArnþórBjarni og Frank Ove starfa með Paine & Partners en hafa að sérsviði fjárfestingar í sjávarútvegi, orkuiðnaði og í fjármálageiranum. „Eðli málsins samkvæmt er áherslan hjá okkur meiri á Norður-Evrópu þótt fjárfestingarnar séu ekki á nokkurn hátt bundnar við það svæði, en markmiðið er að starfrækja okkar starfsemi frá Osló.“ Í dag segir Bjarni Paine & Partners vera með 44 starfsmenn, þar af helming starfsmanna í beinum fjárfestingum og aðsetur í San Francisco og New York í Bandaríkjunum. Núna fjárfestir félagið úr sjóði sem heitir Paine & Partners III og er um 1.200 milljónir dala að stærð, en það er pottur upp á tæpa níutíu milljarða íslenskra króna. Á þeim rúma áratug sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann tekið þátt í átján svokölluðum grunnfjárfestingum, eða „platform investments“, sem síðan hafa getið af sér kaup á 59 öðrum fyrirtækjum til vaxtar og styrkingar grunnfjárfestingunum. „Ég sé því fram á að þetta geti boðið upp á ýmis áhugaverð tækifæri vegna stærðar sjóðsins, bakhjarla hans og þekkingar starfsmanna. Þá hefur verið algengt að sjóðurinn hafi fengið sína fjárfesta sem meðfjárfesta í ákveðnum verkefnum, sem er þekkt fyrirbrigði úr þessum private equity-geira,“ segir Bjarni, en með slíku samspili við suma af öflugustu fjárfesta heims er athafna- og fjárfestingargetan orðin umtalsvert meiri. „Áherslan verður ýmist á að styðja við bakið á núverandi fjárfestingum sjóðsins, eða finna nýjar. Þetta eru geirar sem við teljum okkur hafa ágæta þekkingu á, en með þeirra fjárhagslega hrygg og okkar tengslanet ættum við að geta hjálpað fyrirtækinu að skapa verðmæti fyrir sína fjárfesta.“ Aðspurður segir Bjarni ekki loku fyrir það skotið að samstarfið verði ákveðinn farvegur fyrir aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. „Hvar okkur ber nákvæmlega niður verður auðvitað bara að koma í ljós, en við horfum náttúrlega til þessara þriggja greina; sjávarútvegs, orku og fjármálastarfsemi.“ Hann segir hins vegar að sjálfsögðu munu verða horft til áhugaverðra fjárfestinga hér á landi líkt og annars staðar. „Íslensk fyrirtæki hafa enda sýnt fram á það á síðustu árum að þau geta skapað mikil verðmæti og haft þann kraft sem þarf til að búa til fyrirtæki, láta þau vaxa og skapa verðmæti fyrir fjárfesta.“ Ef til vill þarf ekki að koma á óvart að áherslur Bjarna í fjárfestingum eru á sömu sérsviðum og lagt var upp með hjá Glitni þegar hann var þar við stjórnvölinn. Aðkoman er hins vegar önnur sem hluthafi og eigandi, meðan bankinn er meira þjónustu- og lánveitandi. Ekki er því útilokað að þarna kunni að vera fletir til frekara samstarfs. Er ekki bjartsýnn á þróun efnahagsmálaÞorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hefur haft á orði að í fjármálageiranum hafi viðgengist „rugl“, svo sem í launagreiðslum æðstu yfirmanna. Bjarni kveðst hins vegar vilja stíga varlega til jarðar í yfirlýsingum um slík mál. „Fjárfestingarbankastarfsemi er eðli málsins samkvæmt þannig að tekjurnar koma í bylgjum og það geta verið fáir einstaklingar sem velta þar því hlassi sem ræður hvort viðskipti lenda þeim megin hryggjar eða annars staðar. Þá hefur sýnt sig í alþjóðlegu umhverfi á þessum vettvangi að menn fljóta mjög auðveldlega á milli fyrirtækja og leiðir þessara banka til að bregðast við því hafa verið að mismuna fólki með launagreiðslum. Ég held að íslenskir bankar geti ekki verið undantekning í þeim efnum, en auðvitað er alltaf matsatriði hvort of langt hafi verið gengið í einstökum tilfellum. Þetta snýst því í raun ekki um grundvallarregluna, heldur hvað sé ásættanlegt og hvað ekki í því umhverfi sem menn starfa.“ Starfsumhverfi alþjóðlegra fjármálafyrirtækja hefur hins vegar breyst síðustu misseri og jafnvel þannig að hrikti í stoðum þeirra sumra hverra sem illa voru í stakk búin til að takast á við lausafjárþurrðina sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Það er alveg ljóst að við lifum á mjög sögulegum tímum. Í dag eru afskriftir vegna undirmálslána og skuldabréfavafninga frá því í júní í fyrra rétt að ná í 300 milljarða dollara og auðvitað ljóst að þær hreyfingar allar og afleiðingar þeirra skekja markaðinn gríðarlega. Á öllum eignamörkuðum er undirliggjandi hræðsla. Jafnframt er ljóst að hlutabréfamarkaðir í heiminum eru almennt mun jákvæðari á þróunina en endurspeglast í álagi á skuldatryggingar og á skuldabréfamörkuðum þar sem ríkir svartsýni og jafnvel sums staðar frost líkt og við höfum mátt þola hér á landi,“ segir Bjarni og kveður ljóst að ekki geti bæði sjónarmið verið rétt. „Raunveruleikinn liggur líkast til þarna á milli einhvers staðar. Ég held að fyrsta stigs áhrifin af þessari undirmálskrísu séu komin eða um það bil að koma fram og stærsta spurningin nú sé hvernig annars stigs áhrifin verði, það er áhrifin á neyslulán og á húsnæðisverð, atvinnuleysi og neytendahegðun,“ segir hann og telur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni um þá þróun á heimsvísu, að minnsta kosti ekki eins og sakir standa. „Við búum við þær óvenjulegu aðstæður að uppsveifla í Suðaustur-Asíu hefur keyrt upp verð á hrávöru, málmum og matvælum, auk þess sem ýmsir þættir sem áður voru nýttir til matvælaframleiðslu eru nú notaðir við orkuframleiðslu. Þetta þýðir að við göngum of hratt á auðlindir heimsins. Einhvers konar endurskipulagning í þeim efnum er bráðnauðsynleg og hluti af þeirri aðlögun verður samdráttur í eftirspurn, eða í vexti, í hinum vestræna heimi. Ég held að við séum í ákveðnu sögulegu ferli og þegar hlutir gerast mjög sjaldan, jafnvel bara einu sinni til tvisvar í líftíma fólks, er afskaplega erfitt að spá fyrir um hvað muni gerast. Til skemmri tíma litið tel ég hins vegar ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni. Hvað okkur Íslendinga varðar er ljóst að lausafjarkrísan hittir okkur illa fyrir vegna þess hve fjármálageirinn er stór hluti af okkar fyrirtækjarekstri og hvað hann vegur þungt í vexti samfélagsins. Um þriðjungur af vexti í þjóðarframleiðslu frá aldamótum hefur komið frá fjármálaþjónustu.“ Samhliða þessum þrengingum segir Bjarni þjóðarbúið mega horfa upp á samdrátt í erlendri fjárfestingu vegna loka fjárfestinga vegna uppbyggingar í ál- og orkuiðnaði. „Ég held að þetta muni taka tíma að jafna sig á Íslandi og vona að stjórnvöld og þar til bærir aðilar beri gæfu til að taka réttar ákvarðanir í efnahagsmálum.“ Krónan hefur misst trúverðugleikaBjarni er hins vegar ekki alveg skoðanalaus þegar að því kemur að meta hvaða ákvarðanir séu réttar í að stýra efnahagslífi þjóðarinnar þannig að draga megi úr neikvæðum áhrifum niðursveiflu og fjármálaþrenginga heimsins. „Ég held að við þurfum að einbeita okkur að því, og hefðum þurft að vera búin að því fyrr, að tryggja að lánveitandi til þrautavara geti útvegað íslensku bönkunum fjármagn í erlendri mynt. Það er hlutverk Seðlabankans og hann hlýtur að taka það hlutverk mjög alvarlega. Á sama tíma horfir maður til þess að lánshæfismatsfyrirtæki sem og aðrir sem virða íslenskt hagkerfi fyrir sér úr fjarlægð líta til þess hvort stjórnvöld hafi skýra sýn á framtíðarskipan þessa samfélags. Ég held að við þurfum að horfast í augu við að annað hvort eru dagar krónunnar taldir eða teljanlegir. Gjaldmiðillinn, eins og staðan er í dag, hefur misst trúverðugleika, bæði held ég hjá okkur Íslendingum og alþjóðlega. Þegar það kemur ofan á lausafjárkrísu og samdrátt í framkvæmdum er við vandamál að eiga á mjög mörgum sviðum og þá þarf stefnan að vera skýr.“ Bjarni áréttar að sjálfsagt sé hægt að marka fleiri en eina farsæla stefnu til að vinna eftir, en ljóst sé að hraða þurfi mjög þeirri vinnu að marka þjóðinni farveg í þessum efnum. „Maður sér að sjálfsögðu hvernig umræðan um Evrópusambandið er að taka á sig nýja mynd; margir sjá það sem lausnarfarveg núna og það má vel vera. Ég held það sé alveg ljóst að við þurfum að setja það mjög hratt niður fyrir okkur hvers konar samfélag við viljum byggja upp og hvers konar efnahagsstjórn því það er alls ekki nógu skýrt í dag og kemur klárlega fram hjá þessum alþjóðlegu greiningaraðilum.“ Bankarnir segir Bjarni að hafi tekið sig mjög saman í andlitinu, bætt upplýsingagjöf og tekið strangari viðmið í starfsemi sinni í tengslum við umræðuvanda sem skapaðist um starfsemi þeirra á vordögum 2006. „Staða bankanna var því sem betur fer mjög sterk þegar lausafjárkreppan skall á, en að sama skapi eru innviðir fjármálakerfisins sem við búum við ekki jafnsterkir og æskilegt væri. Þar liggur beinast við að tala um lítinn gjaldeyrisvaraforða í samanburði við stærð bankakerfisins. Við erum með tiltölulega ungt kerfi og þar af leiðandi eftirlitsaðila, á meðan starfsemi banka sem rekin er frá Íslandi er víðfeðm og nær um heim allan. Eins og alltaf tekur tíma að vinna trúverðugleika og eins og staðan er í dag fær enginn að njóta vafans. Það setur enn meiri kröfu á innviðina – að ramminn haldi.“ Evrópusambandsaðild er ein leið til lausnar að mati Bjarna, en hann áréttar að úrlausnarefnið sé fremur pólitískt en hagstjórnarlegt til lengri tíma litið. „Fram til þessa höfum við leyst stöðu svipaða því sem við erum í dag í með lækkun á gengi krónunnar og þar með rýrnun kaupmáttar í gegnum verðbólgu. Því er ljóst að við yrðum að temja okkur miklu agaðri vinnubrögð ef gengi myntarinnar væri fast og leiðrétting í efnahagsniðursveiflu kæmi fram í auknu atvinnuleysi og launalækkunum. En það má vel vera að samfélagið sé tilbúið til þess. Þessu fylgja öllu kostir og gallar.“ Aðalatriðið segir Bjarni að setjast faglega yfir hverjir möguleikar þjóðarinnar séu. „Möguleikar okkar til sérstöðu eru vitanlega meiri utan Evrópusambandsins en innan, en þeir sérstöðumöguleikar þurfa þá að vera einhvers virði, hvort sem þar er rætt um möguleika á alþjóðlegri fjármálamiðstöð eða eitthvað annað,“ segir Bjarni og bætir við að hér hafi menn þegar sýnt á afgerandi hátt fram á getuna til að koma góðum hlutum til leiðar. „Á Íslandi er til mikil þekking og ef hún er samtengd krafti og vilja til að búa til verðmæti höfum við sýnt fram á að það getum við gert. Saga Íslands á 20. öldinni er auðvitað eitt stórt kraftaverk. Við förum úr því að vera fátækasta ríki Vestur-Evrópu í að vera sjötta ríkasta land í heimi. Auðvitað eru sveiflurnar meiri vegna smæðar hagkerfisins, en það minnir mann á mikilvægi þess að enda þótt blási á móti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og það hafi afleiðingar hér megum við ekki hætta að skapa og fjárfesta í einhverju nýju. Við verðum að halda boltanum á lofti og þróuninni gangandi.“ Bjarni lætur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum að halda boltanum á lofti og hefur sjálfur fjárfest í nokkrum smærri verkefnum, bæði heima og erlendis. „Nú er rétt að verða komið ár síðan tilkynnt var um að ég hefði ákveðið að hætta hjá Glitni. Á þeim tíma ákvað ég tvennt, annars vegar að fara ekki mjög hratt af stað og hins vegar að prófa að vera í hlutverki eigandans, sem hefði það að markmiði að vinna með fjárfestingum sínum og auka þar með verðgildi þeirra,“ segir Bjarni og kveðst eðli málsins samkvæmt hafa skoðað mun fleiri fjárfestingar en lagt hafi verið í. „Í dag er ég með nokkrar slíkar undir,“ segir hann, en þar á meðal er smálánafyrirtækið Folkia sem er með starfsemi í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku og svo fjárfesting hans í Glitni Property Holding þar sem hann er stjórnarformaður með tæplega tólf prósenta hlut. Þá hefur Bjarni einnig fjárfest í iðnaði hér heima, svo sem með kaupum á Gasfélaginu síðasta sumar. „Það er skemmtilegt lítið fyrirtæki og ég hef verið að horfa til þess hvernig megi þróa það. Aukin gasnotkun er náttúrlega vatn á myllu þess fyrirtækis og hún hefur vaxið með aukinni notkun almennings sem og í stóriðnaði, svo sem álframleiðslu þar sem gas er meðal annars notað. Svo hef ég núna um skeið skoðað framleiðsluferla sem eru gasfrekir og þannig kom til að mynda upp hugmyndin um framleiðslu á koltrefjum, sem í síðustu viku endaði með stofnun undirbúningsfélags að byggingu koltrefjaverksmiðju á Sauðárkróki.“
Úttekt Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira