SönderjyskE úr fallsæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2009 10:25 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason komu báðir við sögu með sínum liðum í Danmörku um helgina. Mynd/Vignir SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
SönderjyskE vann um helgina mikilvægan 2-0 sigur á Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta og lyfti sér þar með úr fallsæti. SönderjyskE var í fallsæti fyrir helgina og hafði verið lengi. Horsens var í tíunda sætinu fyrir helgi og því um mikinn fallslag að ræða. Með sigrinum færðist SönderjyskE upp í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig og Horsens í það ellefta með 22. Vejle er í botnsætinu með 20 stig. Sölvi Geir Ottesen lék að venju allan leikinn fyrir SönderjyskE. Kári Árnason var í byrjunarliði Esbjerg sem tapaði fyrir Randers, 1-0, á útivelli í sömu deild um helgina. Kári var tekinn af velli á 58. mínútu en Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. Esbjerg er í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig. Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með 62 stig, tveimur á eftir toppliði FCK. Bröndby vann um helgina 3-1 útisigur á botnliði Vejle þar sem Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby. Í dönsku B-deildinni var Rúrik Gíslason í fyrsta sinn í byrjunarliði Viborg eftir fjarveru vegna meiðsla er liðið vann 2-0 sigur á Thisted. Viborg er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig eftir 23 leiki. Herfölge er í efsta sætinu með 52 stig og Silkeborg í því öðru með 50. Í Noregi héldu nýliðar Sandefjord áfram að koma á óvart með því að vinna 1-0 sigur á Strömsgodset. Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Sandefjord og nældi í vítaspyrnuna sem liðið skoraði sigurmarkið úr. Hann var svo tekinn af velli á 54. mínútu leiksins. Birkir Bjarnason lék allan leikinn fyrir Viking sem vann 3-2 sigur á Bodö/Glimt. Birkir var einmitt í láni hjá Bodö/Glimt á síðasta keppnistímabili þar sem hann sló í gegn. Árni Gautur Arason lék allan leikinn í marki Odd Grenland sem gerði 1-1 jafntefli við Tromsö. Þá gerðu Stabæk og Lyn markalaust jafntefli. Indriði Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Lyn en Pálmi Rafn Pálmason var ekki í leikmannahópi Stabæk. Rosenborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. Sandefjord er í fjórða sæti með tólf stig, Viking í fimmta með ellefu, Odd Grenland í sjötta með tíu en meistarar Stabæk í tólfta sætinu með sjö stig. Stabæk hefur aðeins unnið einn leik af fyrstu sjö í deildinni. Í norsku B-deildinni tapaði Nybergsund sínum fyrsta leik á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Löv-Ham á heimavelli, 2-1. Viktor Bjarki Arnarsson lék fyrstu 80 mínúturnar í liði Nybergsund sem er í öðru sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimm leiki. Í Svíþjóð eru fjögur lið efst og jöfn með tólf stig, þar af Íslendingaliðin IFK Gautaborg, Helsingborg og Elfsborg. Um helgina gerði Elfsborg 1-1 jafntefli við Brommapojkarna þar sem Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira