Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun.
Það var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti Kristni Johnsen, stofnanda og framkvæmdastjóra Mentis Cura, verðlaunin.
Fyrirtækið hefur þróað aðferðir til að greina heilabilanir með heilaritum og nútímamyndgreiningartæki. Það stundar viðamiklar klínískar rannsóknir og þróar reiknirit sem miða á að því að styðja við greiningu á Alzheimer-sjúkdóminum og ofvirkni hjá börnum.