Gjaldeyrishöft senn tekin upp í Evrópu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 4. mars 2009 00:01 Íslendingar verða að vera opnir fyrir öllum möguleikum í gjaldeyrismálum, segir efnahagsráðgjafi. Mynd/Valli „Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin. Markaðir Viðskipti Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um sinn," segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem búsettur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi ríkisstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyrisviðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóðlegu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskreppur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út úr vandanum. Levin var ráðgjafi stjórnvalda í Rússlandi í því upplausnarumróti sem skapaðist eftir fall kommúnismans auk þess að vinna náið með stjórnvöldum í Suður-Ameríku, Austur-Evrópu, í Afríku og Asíu. Levin hefur komið hingað til lands margoft síðastliðin fimmtán ár en hann vann með Seðlabankanum að fyrstu skuldabréfaútgáfu bankans í Bandaríkjunum árið 1993. Hann segir Seðlabankann ekki hafa átt um neitt að velja þegar ákveðið var að setja á höft á gjaldeyrisviðskipti hér í fyrrahaust. Stjórntæki bankans, svo sem stýrivextir, hafi ekki dugað til að halda erlendum fjárfestum í landinu og hafi þurft að grípa til annarra ráða. „Ef Seðlabankinn hefði ekki sett höftin á þá hefðu fjárfestar reynt að skipta krónum út fyrir allt sem hönd á festi, svo sem evrur, bresk pund, Bandaríkjadali og svissneska franka. Þetta var raunveruleg hætta," segir Levin. Hann segir flókið mál að létta á höftunum. Það verði ekki gert fyrr en erlendir fjárfestar sjái hag í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífsins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðugleiki náist, að hans mati. Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austantjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlgaría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland, séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoðunar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi með að höftum verði komið á á næstu vikum. „Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju móti," segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sambandið hafi fram til þessa verið mjög opið fyrir inngöngu nýrra þjóða en slæm skuldastaða þeirra landa sem sitji á biðstofunni geti verið fyrirstaða. Margir risanna innan ESB, svo sem Þýskaland, hafi nóg með sitt nú þegar og séu nýbúnir að losna undan skuldaklafanum í kjölfar samruna við Austur-Þýskaland. „Þótt gjaldeyrishöft séu vissulega biðstöð fyrir upptöku annarrar myntar þá mega Íslendingar ekki einblína um of á upptöku evru í nánustu framtíð. Það eru aðrir kostir í boði til skemmri tíma, svo sem tenging við Bandaríkjadal, og þá verður að skoða með opnum huga," segir Daniel Levin.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira