Dilana tekur upp með Þorvaldi Bjarna í Los Angeles Atli Fannar Bjarkason skrifar 15. apríl 2010 09:00 Dilana segist "pottfokkingþétt" vera á leiðinni til landsins. „Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga." Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
„Ég skil sýn höfundanna á verkið svo vel vegna þess að ég kem af sama stað. Þetta verkefni er að breyta lífi mínu," segir söngkona Dilana Robichaux, sem Íslendingar kynntust í raunveruleikaþættinum Rock Star: Supernova. Dilana hefur verið ráðin til að syngja í íslenskri rokkóperu, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Lítið fæst gefið upp um verkið, annað en að Þorvaldur Bjarni sér um útsetningar og stýrir upptökum. Hann hefur verið staddur í Los Angeles undanfarna daga ásamt höfundum verksins að taka upp söng með Dilönu. Hún var að drekka morgunkaffið og reykja sígarettu þegar Fréttablaðið náði í hana. Hún var á þriðja bolla, en sagðist þurfa um þrjár könnur til að koma sér í gang. „Þetta er mjög dularfullt verkefni og ég má ekki segja mikið um það," segir Dilana. „Það kallast Dark Angel og ég er í hlutverki myrkraengilsins. Ég elska að ég fæ að beita röddinni á mjög fjölbreyttan hátt í verkefninu. Ég kem sjálfri mér á óvart." Dilana segist ekki geta sagt mikið um söguna, annað en að boðskapurinn sé magnaður og í raun ástæðan fyrir því að hún ákvað að taka þátt í verkefninu. „Þetta er mjög spennandi," segir hún. „Ég er búin að vera að taka upp með strákunum síðustu þrjá daga. Við skemmtum okkur mjög vel." Dilana lætur vel af samstarfinu við Þorvald Bjarna og segir að hann sé mjög góður upptökustjóri. „Það er mjög auðvelt að vinna með honum og hann er mjög faglegur þannig að þetta gengur mjög hratt," segir Dilana.En ertu á leiðinni til Íslands?„Pottþétt! pottfokkingþétt (hlær). Ég veit ekki hvenær. Við töluðum um að ég kæmi í sumar vegna þess að mig langar að fara á hestbak, en það fer eftir því hvenær platan kemur út. Ég mæti örugglega einum til tveimur mánuðum fyrir útgáfu til að vinna kynningarvinnu. Og auðvitað leita ég að álfum og svona." Auðvitað. Eins og allir útlendingar gera á Íslandi - leita að álfum. „Þeir vita ekki að ég er aðalálfurinn og ætla að leita að forfeðrum mínum. Fólk veltir fyrir sér hvers vegna hárið á mér lítur svona en svona leit álfahár út í gamla daga."
Rock Star Supernova Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira