Getafe hvetur stuðningsmenn sína til þess að gerast sæðisgjafar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2011 23:30 Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor. Spænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Sjá meira
Spænska efstu deildar félagið Getafe fer heldur óhefðbundna leið í því að auglýsa ársmiða fyrir komandi tímabili. Félagið hefur látið framleiða auglýsingu þar sem stuðningsmenn félagsins eru hvattir til þess að gerast sæðisgjafar í þeim tilgangi að fjölga stuðningsmönnum félagsins. Myndbandið gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum og er fólk því hvatt til þess að lesa lýsingu myndbandsins áður en horft er á það. Auglýsingin, sem skiljanlega er á spænsku, hefst á því að stuðningsmaður stendur á tómum leikvangi félagsins. Texti birtist á skjánum. „Við eigum við vandamál að stríða: Við erum of fáir." Í framhaldinu segir rödd okkur að það sé til lausn á vandamálinu og í sömu andrá beinir myndavélin sjónum sínum að klofi stuðningsmannsins. Í næstu senu er stuðningsmaðurinn mættur á læknastofu tilbúin að leggja sitt af mörkum og gefa sæði. Honum er rétt lítið plastílát auk klámmyndar sem ber heitið: „Kynæsandi uppvakningar Getafe". Klámmyndin sýnir ungar konur í herbergi þakið veggspjöldum til heiðurs Getafe ásamt fánum og treflum. Konurnar neyta drykkjar sem breytir þeim í uppvakninga með kynlíf á heilanum. Hugmyndin er sú að myndbandið sé svo erótískt að sæðisgjafinn eiga ekki í vandræðum með að leggja sitt af mörkum. Í næstu senu sjáum við konu á spítala með nýfætt barn sitt í fanginu. Ný kynslóð stuðningsmanna Getafe að fæðast. Þvínæst sjáum við sæðisfrumu á leið inn í egg undir orðunum: „Því fleiri því betra." Myndbandinu lýkur með upplýsingum um að myndbandið sé fáanlegt á næstu heilsugæslustöð. José Antonio Cuétara, yfirmaður markaðsdeildar Getafe, segir myndina vissulega umdeilda en engu að síður góða. Félagið selur árlega um 9 þúsund ársmiða en þurfi að selja fleiri. Getafe er minnsta Madridar-liðið í La Liga, efstu deild Spánar. Real Madrid og Atletico Madrid selja til samanburðar 85 þúsund og 42 þúsund ársmiða. Angel Torres, leikstjóri myndarinnar, segir myndina ekki eiga að höfða til sérstaks hóps almennings. Aðeins til þeirra sem hafi góðan húmor.
Spænski boltinn Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Sjá meira