Mourinho: Klúðruðum of mörgum færum Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar 11. desember 2011 12:15 Pep Guardiola og Jose Mourinho í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real." Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Sjá meira
Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, segir að það hafi komið honum á óvart að sjá hversu illa hans menn fóru með færin sín í leiknum gegn Barcelona í gær. Pep Guardiola og Xavi voru hins vegar hæstánægðir með sigur Barcelona. Barcelona vann leikinn, 3-1, en Real komst yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo fékk svo tækifæri til að koma Real í 2-0 forystu stuttu síðar en fljótlega eftir það jafnaði Alexis Sanchez metin fyrir Barcelona. „Við hefðum skorað aftur undir venjulegum kringumstæðum en Christiano setti boltann fram hjá," sagði Mourinho. „Við lentum í engum vandræðum á miðjunni en áttum erfitt uppdráttar á síðustu 10-15 mínútum leiksins." „Barcelona stjórnaði leiknum, fengu bæði tíma og pláss til þess og gátu leyft boltanum að ganga á milli leikmanna." Hann sagði að Lionel Messi hefði átt að fá rauða spjaldið í leiknum. „Það hefði átt að reka hann af velli en ég vil ekki segja neitt meira um málið þangað til að ég horfi aftur á leikinn." Kollegi hans, Pep Guardiola, vildi ekki gera of mikið úr sigri sinna manna. „Ég er ánægður með frammistöðuna. Madrid mun ná sér á strik. Til þess að vinna hér verður maður að spila mjög vel og það tókst okkur að gera í dag." Barcelona komst á topp spænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum en liðin eru jöfn að stigum. Real á þó leik til góða. „En það er enn mikið eftir af tímabilinu og Madríd kemst aftur á toppinn ef þeir vinna Sevilla. Það verður enginn meistari í desember." Miðjumaðurinn Xavi átti góðan leik í gær. „Við vorum miklu betri en Real Madrid," sagði hann eftir leikinn. „Við vildum vera hugrakkir. Við vissum að öðruvísi er ekki hægt að vinna svona leik. Við vorum góðir á öllum sviðum og mun betri en Real."
Spænski boltinn Mest lesið Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Í beinni: Fram - FH | FH getur knúið fram oddaleik Handbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Leik lokið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Sjá meira