1.500 fyrirtæki stefna í þrot 14. maí 2011 07:00 Mynd úr safni. Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs Fréttir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Gert er ráð fyrir að rúmlega 1.500 lítil og meðalstór fyrirtæki stefni í gjaldþrot.Rúmlega 500 fyrirtæki eru enn í skoðun vegna skuldaúrvinnslu. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, í umræðum á þingi um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Samkvæmt nýlegu yfirliti frá fjórum stærstu bönkunum eru sex þúsund lítil og meðalstór fyrirtæki með skuldir á bilinu 10 til 1.000 milljónir króna. Þetta eru viðmiðin sem verkefnið Beina brautin, sem er fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja, nær til. Fari 1.500 fyrirtæki í þrot er um fjórðung þessara fyrirtækja að ræða. „Þetta eru skuggalegar tölur. Við skulum ekki gleyma því að verkefnið Beina brautin, sem verið var að setja á laggirnar, hafði það markmið að reyna að bjarga fjárhag minni og meðalstórra fyrirtækja með skuldir allt að einum milljarði króna. Þegar niðurstaðan er sú að fjórða hvert þeirra stefni þráðbeint í gjaldþrot eða jafnvel þriðja hvert, þar sem óvissa er um afdrif 500 til viðbótar, er um mikið fjárhagslegt tjón að ræða fyrir fjármálastofnanir og ýmsa aðra, auk þess sem það getur ekki haft í för með sér annað en aukið atvinnuleysi,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna um skuldaúrvinnsluna. Tæplega tvö þúsund fyrirtækjanna eru ekki í greiðsluvanda, að því er efnahags- og viðskiptaráðherra greindi frá. „Fyrirtæki í skuldagreiðsluvanda eru talin um fjögur þúsund. Þar af er gert ráð fyrir að vandi um eitt þúsund fyrirtækja leysist með Beinu brautinni, um 670 til viðbótar fái úrlausn með lengingu í lánum og 280 þar til viðbótar fái úrlausn með 25 prósenta lækkun á höfuðstól.“ Einar K. Guðfinnsson segir menn sammála um að atvinnusköpunin sé hlutfallslega mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeim mun alvarlegra er það að 1.500 þeirra stefni í þrot. Ég held að menn verði að skoða þessa hluti alveg upp á nýtt.“- ibs
Fréttir Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira