Nýtanleg orka líklega virkjuð næstu fimmtán til tuttugu ár 27. október 2011 04:00 hörður arnarson Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka. Þetta segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sem hélt erindi á formannafundi ASÍ í gær. Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. Margir kostir séu, í Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúru, settir í verndarflokk. „Það verður ekki svona stórt framkvæmdatímabil aftur. Það verður ekki hægt að fara í virkjanaframkvæmdir aftur til að knýja hagvöxt, þó að vissulega verði einhver smærri virkjanaverkefni,“ segir Hörður. Alls eru framleiddar 17 teravattstundir af raforku á landinu í dag. Hörður segir að samkvæmt 15 ára áætlun verði virkjaðar 11 teravattstundir í viðbót, fáist til þess tilskilin leyfi. Gæta verði þó að því að hagkerfið ofhitni ekki, en þar sem um margar smærri framkvæmdir er að ræða er auðveldara að stýra því. Væntanleg uppsöfnuð hagvaxtaráhrif af þessum framkvæmdum yrðu um 13 prósent, samkvæmt mati Landsvirkjunar. Er þar tekið til framkvæmda-, rekstrar- og arðsemisáhrifa. Áhrif framkvæmdanna eru tímabundin og Hörður bendir á að þær hafi jafnmikil neikvæð áhrif á hagkerfið þegar þeim ljúki og þær hafi jákvæð þegar þær hefjist. Mikilvægast sé að tryggja að arðsemisáhrif séu sem mest og það sé fyrst og fremst gert í gegnum verð. Aðgengi að fjármagni muni algjörlega ráðast af viðeigandi raforkuverði. Ekkert raforkufyrirtæki muni fjármagna sig á því verði sem tíðkast hafi hér áður fyrr. Gert er ráð fyrir að 9 til 11 þúsund störf gætu skapast af framkvæmdunum. Hörður segir hins vegar að um sérhæfð störf sé að ræða og það gæti orðið hamlandi við ráðningar. Þess vegna verði að auka starfsgetu þeirra sem séu á atvinnuleysisskrá.- kóp
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira