Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 29. október 2011 04:30 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. [email protected] Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. [email protected]
Fréttir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira