Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu 2. desember 2011 07:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Sjá meira