Þetta kom fram í viðtali við Björgólf í nýjasta þættinum af Klinkinu.
„Það var skelfileg staða þegar þetta var að ganga yfir, en við fórum heldur betur á kortið og sem betur fer var farið af stað í beinu framhaldi í töluvert mikla markaðssókn (Inspired by Iceland) sem ég held að hafi skilað gríðarlega miklu. Það er mjög erfitt að mæla það í krónum, en ég held að við getum klárlega sagt að það blasti við hrun í bókunum og fleiru eftir að gosinu lauk, upp úr 20. maí 2010, við urðum að keyra svona í gang. Og ég held að þessi herferð hafi bjargað rosalega miklu og ríkisstjórnin á mikið hrós skilið fyrir það. Þetta skipti algjörlega sköpum að mínu mati," segir Björgólfur.

thorbjorn@stod2.is