Lögmaður Samherja mun láta reyna á lögmæti húsleita JMG skrifar 28. mars 2012 19:24 Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Lögmaður Samherja ætlar að láta reyna á lögmæti húsleita í fyrirtækinu í gær fyrir dómstólum. Hann segir húsleitarheimildir hafa verið óskýrar og ná fyrir fyrirtæki sem tengjast Samherja að engu leyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands framkvæmdi umfangsmiklar húsleitir á skrifstofum Samherja í Reykjavík og á Akureyri í gær. Húsleitirnar komu forstöðumönnum Samherja á óvart og segir lögmaður fyrirtækisins að starfsmenn hafi lesið um þær á netinu áður en fulltrúar seðlabankans komu á staðinn. „Það sem er alvarlegra er að þegar byrjað var á aðgerðinni þá voru seðlabankamenn með úrskurð hér sem var mjög víður og það var í raun ekki hægt að vinna eftir honum og við gagnrýndum það og sögðum það er ekki hægt að afhenda ykkur öll þessi gögn þetta er ekki nógu vel skilgreint og þá var bara óskað eftir því að fá nýjan úrskurð frá héraðsdómi og það tók innan við þrjá tíma, tvo til þrjá tíma. Þá voru þeir komnir með nýjan úrskurð mun fyllri og þéttari og búnir að bæta sjö fyrirtækjum inn á listann sem átti að haldleggja hjá og ég sagði það er ekki möguleiki að héraðsdómur geti hafa rannsakað þett amál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að þá hafi verið óskað eftir nýjum úrskurði og það hafi einungis tekið tvo til þrjá tíma að fá hann frá héraðsdómi og var síðari úrskurðurinn mun þéttari en auk þess búið að bæta við sjö fyrirtækjum til viðbótar. „Og ég sagði: Það er ekki möguleiki að héraðsdómur hafi getað rannsakað þetta mál með þeim hætti sem þarf að gera á þessum stutta tíma," segir Helgi. Hann segir að um sé að ræða fyrirtæki sem Samherji átti ekkert í, sem virtust hafa af tilviljun komið inn á listann. „Sum átti Samherji í en það sem að upp úr stendur er það að hér er verið að fara í mjög alvarlega aðgerð gegn mjög stóru fyrirtæki og það verður að vanda í öllum tilvikum til svona undirbúnings og það virðist, ég leyfi mér að efast að það sé hægt að rannasaka þetta með þessum hætti enda kom það á daginn að sum af þessum fyrirtækjum eru í engum tengslum við Samherja einu sinni," segir Helgi. Þá segir hann að eðlilegra hefði verið að óska eftir afriti af öllum sölugögnum til að varna því raski og tjóni sem þessi aðgerð er búin að valda fyrirtækinu. Hann segir það einnig vekja athygli að heimildin nái til rannsóknar á broti gegn gjaldeyrislögum en hins vegar séu engin takmörk á því hvaða gögn eru haldlögð í málinu. Sum gögn sem haldlögð voru í gær tengist þannig á engan hátt sölustarfsemi og hann skilji ekki hvers vegna þau voru tekin til rannsóknar. Helgi segir að þessi atriði verði öll borin undir dómstóla. „Og ég vona að þetta sé ekki sá veruleiki sem við búum við hér," segir Helgi. Fréttastofa reyndi að fá frekari upplýsingar um húsleitina hjá Seðlabankanum í dag. Því var hins vegar neitað og fengust þau svör að rannsókn málsins væri nú hafin og bankinn muni ekki tjá sig frekar opinberlega um málið að svo stöddu.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira