Forstjóri Samherja lýsir ábyrgð á hendur seðlabankamönnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2012 18:55 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri útgerðarfélagsins Samherja, segir að fyrirtækið sé með algjörlega hreinan skjöld. Sérstakur saksóknari og Seðlabanki Íslands gerðu húsleit hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna gruns um að brot hefðu verið framin í gjaldeyrisviðskiptum. „Við erum með algjörlega hreinan skjöld og ég vil bara lýsa yfir mikilli ábyrgð á hendur þeim seðlabankamönnum sem fara í svona gríðarlega harkalegar aðgerðir. Ég vil líka fara fram á það við þá að þeir upplýsi það á hverju þessi húsleit byggi," segir Þorsteinn í viðtali sem Karl Eskil Pálsson tók við hann í dag. Þorsteinn segir að útgerðarfyrirtækið fái ekki að sjá þau gögn sem húsleitin byggi á. Þorsteinn Már segir fyrirtækið verða fyrir miklu tjóni vegna þessa aðgerða. „Það segir sig sjálft þegar jafn umfangsmikil aðgerð og hér er, þegar verið er að nánast flytja höfuðstöðvar Samherja suður í Seðlabanka Íslands, þá að sjálfsögðu verður fyrirtækið hálfórekstrarhæft fyrir utan það orðspor sem fer af fyrirtækinu," segir Þorsteinn Már. Þorsteinn segist ekki hafa fengið neinar skýringar á þessum aðgerðum Seðlabanka íslands. „Við höfum lagt okkur fram um að fara í einu og öllu eftir gjaldeyrisreglum og uppfyllt allar þær reglur. Við höfum verið að reka hér og erum að reka hér alþjóðlegt sölufyrirtæki og höfum verið að selja fisk til erlendra aðila. Og það hefur kallað á ýmsar spurningar hjá seðlabankanum sem við höfum lagt okkur fram um að svara," segir Þorsteinn Már. Menn frá Seðlabankanum hafi meðal annars komið í heimsókn og farið yfir alla verkferla. Sé smellt á hlekkinn hér að neðan má lesa fréttatilkynningu frá Samherja. Sé smellt á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" má horfa á viðtalið við Þorstein.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira