Pistorius missti af gullinu | Ósáttur við gervifætur keppinautanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2012 08:00 Pistorius óskar Oliveira til hamingju að loknu hlaupinu. Nordicphotos/getty Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Suður-Afríkumaðurinn Oscar Pistorius var afar ósáttur eftir úrslitin í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í London í gær. Pistorius segir gervifætur sigurvegarans Alan Oliveira vera ólöglega. Pistorius, sem átti gullverðlaun að verja frá því í Aþenu 2004 og Peking 2008, sá á eftir Brasilíumanninum í lok hlaupsins. Pistorius hafði forystu lengst af en ótrúlegur endasprettur Oliveira tryggði Brasilíumanninum gullið. „Ég vil óska Alan til hamingju. Ég tók í hönd hans á brautinni eftir hlaupið. Hann stóð sig frábærlega og ég óska honum góðs gengis í næstu hlaupum," sagði Pistorius sem keppir á koltrefjafótum frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri. Pistorius var þó allt annað en sáttur við gervifætur Oliveira. „Ég vil ekki draga úr frammistöðu Alan. Hann er frábær íþróttamaður en þessir strákar eru mun hávaxnari og það er ekki hægt að keppa við svona fætur. Þið sáuð hraðanum sem hann náði í lokin. Það er ekki keppt á jafnréttisgrundvelli. Ég gaf allt sem ég átti í þetta," sagði Pistorius. Brasilíumaðurinn var ekki sáttur við ummæli Pistorius en Suður-Afríkumaðurinn gagnrýndi einnig gervifætur Oliveira að loknu undanúrslitahlaupinu. „Pistorius er frábær íþróttamaður. Tíminn sem ég náði í undanúrslitunum fór í taugarnar á honum. Hann lét þessi ummæli falla til þess að slá mig útaf laginu. Það gekk ekki," sagði Oliveira sem var með annan besta tímann í undanúrslitunum þegar Pistorius setti heimsmet á 21.30 sekúndum á laugardag. Sá tími hefði dugað til sigurs í úrslitahlaupinu í gær en Pistorius náði ekki að halda uppteknum hætti. „Hann er mikil fyrirmynd í mínum huga. Að heyra svona gagnrýni frá jafnmikilli fyrirmynd er erfitt að sætta sig við," sagði Oliveira. Fulltrúar Alþjóðólympíusambands fatlaðra gefa lítið fyrir gagnrýni Pistorius og segja fætur Oliveira og annarra vel innan löglegra marka.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Leik lokið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn