Plata innan í annarri plötu 14. júní 2012 08:00 forpsrakki Billy Corgan er forsprakki bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins. nordicphotos/getty The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." [email protected] Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira
The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Smashing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri forsprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroeder, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu", eða hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D"arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dreams. Aðdáendahópurinn stækkaði enn frekar með hinni tvöföldu Mellon Collie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dreams fengu frábæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugnum fór að halla undan fæti. Chamberlin var rekinn vegna eiturlyfjaneyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar viðtökur. Árið 2000 kom út Machina/The Machines of God, með Chamberlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Friends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin, tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk misjafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D"Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dottinn og er ánægður með hljómsveitina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stóran þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert." [email protected]
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Sjá meira