Öllum frá Iceland Express sagt upp störfum hjá Wow Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 30. október 2012 08:00 WOW Þota Airbus A320 farþegaþota Wow air. Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag. WOW Air Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Öllum flugfreyjum og flugþjónum sem störfuðu hjá Iceland Express hefur verið sagt upp störfum, eftir að Wow Air tók fyrirtækið yfir. Starfsfólkinu var tilkynnt þetta á fundi á föstudag. Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi Wow Air, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gærkvöldi. Hann staðfesti einnig að öllum flugmönnum hefði verið sagt upp störfum, en þeir störfuðu fyrir flugrekanda Iceland Express, Holidays Czech Airlines. Þá hefur fólki úr öllum deildum fyrirtækisins verið sagt upp, en einhverjir verða ráðnir til starfa hjá Wow. Því er ekki hægt að segja með vissu hversu margir missa vinnuna. „Auðvitað er þetta mjög leiðinlegt, að þurfa að standa frammi fyrir því að horfa á eftir mörgu góðu fólki, en þetta er óhjákvæmileg afleiðing af svona yfirtöku,“ sagði Skúli í gærkvöldi. Starfsfólkið hafði ekki farið í loftið síðan Wow tók rekstur Iceland Express yfir fyrr í mánuðinum. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélags Íslands, var rúmlega þrjátíu flugfreyjum og -þjónum sem eru í félaginu sagt upp störfum. Hún segir félagið harma að svo stór hluti félagsmanna skuli missa vinnuna. Félagið muni sjá til þess að uppgjör við starfsfólkið verði eins og það á að vera. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Wow skipt um flugrekanda. Fyrirtækið hefur bæði slitið samningi Iceland Express við tékkneska fyrirtækið Holidays Czech Airlines og eigin samningi við Avion Express og samið við búlgarskan flugrekanda í staðinn. Iceland Express samdi við tékkneska fyrirtækið í mars á þessu ári og var samningurinn til næsta vors. Bæði fyrirtækin voru með tvær Airbusvélar í leigu. „Ég get staðfest að það er ný Airbus-vél á leiðinni,“ sagði Skúli. Ekki væri búið að ganga frá samningsmálum við flugrekanda, en hann sagðist ætla að tjá sig um þau mál í dag.
WOW Air Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira