Fjólubláar kýr í Háskólabíói í næstu viku [email protected] skrifar 21. nóvember 2012 09:00 Seth Godin Bandaríski markaðsgúrúinn Seth Godin hefur gefið út fimmtán metsölubækur um markaðsmál en meðal þeirra þekktari eru Purple Cow, Unleashing the Ideavirus og The Dip. Þá er von á fjórum nýjum bókum frá honum. Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. „Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Invisible or Remarkable?". Í honum ætla ég að tala um margar þeirra hugmynda sem hafa verið mér hugleiknar. Mér hefur til dæmis sýnst að ýmsir haldi að fátt hafi breyst í heiminum á síðustu árum annað en að heimurinn hafi orðið örlítið hraðari," segir Godin og heldur áfram: „Í raun og veru er að eiga sér stað bylting sem er að ganga af hinni iðnvæddu veröld 20. aldar dauðri. En í hverju felst byltingin? Við þurfum að svara því áður en við getum áttað okkur á því hvernig ber að fóta sig í breyttum heimi." Godin segir að í hinni iðnvæddu veröld 20. aldar hafi bæði menn og fyrirtæki notið góðs af fylgispekt og undanlátssemi. Menn hafi reist verksmiðjur og búið til kerfi sem voru áreiðanleg en á sama tíma leiðinleg. Niðurstaðan hafi verið meðalgóðar vörur framleiddar fyrir venjulegt fólk. „Skyndilega virkar þessi nálgun ekki lengur. Nú keppast menn við að búa til sem ódýrastar vörur sem verða fyrir vikið oft óspennandi. Því verður erfitt að kynna vörurnar einfaldlega vegna þess að fólk er hætt að nenna að hlusta á hjal um óspennandi vörur. Nú til dags er því að eiga sér stað bylting þar sem frumlegar og framúrskarandi vörur og þjónusta, hlutir sem eru raunverulega verðmætir, skilja sig frá öðrum vörum. Þannig vörur er auðvelt að kynna og þær skapa umtal sem hefðbundnari vörur gera ekki. Þessi einfalda innsýn getur verið leiðarljós inn í það sem ég hef kallað tengslahagkerfið („The Connection Economy") sem tekur við af gamla hagkerfinu og hvar verðmæti eru sköpuð á aðra vegu." Varan sem markaðsherferðGodin hefur skrifað um hvernig hugmyndir berast manna á milli í nútímasamfélagi. Í því samhengi hefur hann lagt áherslu á að framúrskarandi vörur njóti þess að vera spennandi með því að skapa umtal. Þess vegna sé mikilvægara en nokkru sinni að skapa raunverulega verðmætar vörur. En hvert er þá hlutverk markaðsfólks? „Ég held að markaðsstarf sem byggir á því að ónáða fólk sé einfaldlega ekki hagkvæmt lengur. Það borgar sig ekki að velja bara einhvern hóp, senda honum alls konar markaðsefni og vonast eftir tekjum," segir Godin og bætir við: „Framtíðin tilheyrir markaðsfólki sem getur í fyrsta lagi greint hvar spurn eftir markaðsefni er og er jafnframt meðvitað um hvað þarf til að svala þeirri eftirspurn. Til þess þarf markaðsfólk að átta sig á hvernig það getur ræktað tengsl við neytendur, það er sáð fræjum, vökvað og hlúð að neytendum. Þá þarf það að skilja að hlutverk markaðsmannsins er að eiga samstarf við markaðinn en ekki að sigra hann. Þetta snýst um að virkja hópinn sem þú vilt ná til en besta leiðin til þess getur jafnvel verið að halda sig til hlés og leyfa hópnum einfaldlega að spjalla." Godin segir vandann þann að markaðsfólk hefji sína vinnu yfirleitt þegar varan sem á að markaðssetja er fullkláruð. Hann telur hins vegar að markaðsfólk geti skapað verðmæti með því að koma fyrr að málum. „Þetta er í raun hin einfalda hugmynd sem ég hef kallað fjólubláu kúna. Varan sjálf er markaðsherferðin. Með öðrum orðum er mikilvægt að vera með vöru sem er verð athygli, ástríðu og tengsla við fólk. Of oft er markaðsfólk einfaldlega að spinna í kringum meðalgóðar vörur sem eru markaðssettar fyrir venjulegt fólk. Ég held að við getum gert betur og skapað verðmæti fyrr í ferlinu," segir Godin. Fréttir Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira
Einn frægasti markaðsmaður heims, Bandaríkjamaðurinn Seth Godin, er væntanlegur til landsins. Godin mun halda fyrirlestur í Háskólabíói eftir átta daga á vegum Ímarks, félags íslensks markaðsfólks. Markaðurinn ræddi við Godin vegna komu hans til Íslands. „Fyrirlesturinn ber yfirskriftina „Invisible or Remarkable?". Í honum ætla ég að tala um margar þeirra hugmynda sem hafa verið mér hugleiknar. Mér hefur til dæmis sýnst að ýmsir haldi að fátt hafi breyst í heiminum á síðustu árum annað en að heimurinn hafi orðið örlítið hraðari," segir Godin og heldur áfram: „Í raun og veru er að eiga sér stað bylting sem er að ganga af hinni iðnvæddu veröld 20. aldar dauðri. En í hverju felst byltingin? Við þurfum að svara því áður en við getum áttað okkur á því hvernig ber að fóta sig í breyttum heimi." Godin segir að í hinni iðnvæddu veröld 20. aldar hafi bæði menn og fyrirtæki notið góðs af fylgispekt og undanlátssemi. Menn hafi reist verksmiðjur og búið til kerfi sem voru áreiðanleg en á sama tíma leiðinleg. Niðurstaðan hafi verið meðalgóðar vörur framleiddar fyrir venjulegt fólk. „Skyndilega virkar þessi nálgun ekki lengur. Nú keppast menn við að búa til sem ódýrastar vörur sem verða fyrir vikið oft óspennandi. Því verður erfitt að kynna vörurnar einfaldlega vegna þess að fólk er hætt að nenna að hlusta á hjal um óspennandi vörur. Nú til dags er því að eiga sér stað bylting þar sem frumlegar og framúrskarandi vörur og þjónusta, hlutir sem eru raunverulega verðmætir, skilja sig frá öðrum vörum. Þannig vörur er auðvelt að kynna og þær skapa umtal sem hefðbundnari vörur gera ekki. Þessi einfalda innsýn getur verið leiðarljós inn í það sem ég hef kallað tengslahagkerfið („The Connection Economy") sem tekur við af gamla hagkerfinu og hvar verðmæti eru sköpuð á aðra vegu." Varan sem markaðsherferðGodin hefur skrifað um hvernig hugmyndir berast manna á milli í nútímasamfélagi. Í því samhengi hefur hann lagt áherslu á að framúrskarandi vörur njóti þess að vera spennandi með því að skapa umtal. Þess vegna sé mikilvægara en nokkru sinni að skapa raunverulega verðmætar vörur. En hvert er þá hlutverk markaðsfólks? „Ég held að markaðsstarf sem byggir á því að ónáða fólk sé einfaldlega ekki hagkvæmt lengur. Það borgar sig ekki að velja bara einhvern hóp, senda honum alls konar markaðsefni og vonast eftir tekjum," segir Godin og bætir við: „Framtíðin tilheyrir markaðsfólki sem getur í fyrsta lagi greint hvar spurn eftir markaðsefni er og er jafnframt meðvitað um hvað þarf til að svala þeirri eftirspurn. Til þess þarf markaðsfólk að átta sig á hvernig það getur ræktað tengsl við neytendur, það er sáð fræjum, vökvað og hlúð að neytendum. Þá þarf það að skilja að hlutverk markaðsmannsins er að eiga samstarf við markaðinn en ekki að sigra hann. Þetta snýst um að virkja hópinn sem þú vilt ná til en besta leiðin til þess getur jafnvel verið að halda sig til hlés og leyfa hópnum einfaldlega að spjalla." Godin segir vandann þann að markaðsfólk hefji sína vinnu yfirleitt þegar varan sem á að markaðssetja er fullkláruð. Hann telur hins vegar að markaðsfólk geti skapað verðmæti með því að koma fyrr að málum. „Þetta er í raun hin einfalda hugmynd sem ég hef kallað fjólubláu kúna. Varan sjálf er markaðsherferðin. Með öðrum orðum er mikilvægt að vera með vöru sem er verð athygli, ástríðu og tengsla við fólk. Of oft er markaðsfólk einfaldlega að spinna í kringum meðalgóðar vörur sem eru markaðssettar fyrir venjulegt fólk. Ég held að við getum gert betur og skapað verðmæti fyrr í ferlinu," segir Godin.
Fréttir Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Sjá meira