Jólasveinarnir á fullu í desember [email protected] skrifar 22. nóvember 2012 10:00 Lengi að Þeir Magnús og Þorgeir eru búnir að þekkja Hurðaskelli og Stúf í rúm þrjátíu ár og skemmta sér alltaf mjög vel með þeim. Mynd/Einkaeign „Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við. Jólafréttir Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira
„Fyrstu heimsóknirnar verða núna um helgina svo þeir eru byrjaðir að detta niður úr Esjunni," segir Bendt Harðarson, umboðsmaður jólasveinanna og einn eigandi Jólasveinaþjónustunnar Skyrgáms. Bendt segir bræðurna þrettán afar upptekna á þessum tíma árs en aðspurður segir hann Skyrgám gera út yfir 300 jólasveina hver jól. „Heimsóknirnar eru færri þar sem þeir fara stundum nokkrir saman," segir hann. Aðfangadagur er þeirra annasamasti dagur og fóru Skyrgámur og félagar til að mynda á 60 staði þann 24. desember 2011. „Þetta er strembinn dagur og jólasveinarnir rétt ná heim í jólamatinn en þetta er jafnframt skemmtilegasti dagur ársins," segir Bendt. Jólasveinaþjónusta Skyrgáms hefur verið í samstarfi við jólasveinana í fimmtán ár og er því orðin sjóuð í bransanum. Félagarnir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson eru einnig sjóaðir í jólasveinabransann, enda hafa þeir verið viðloðandi hann frá árinu 1981. „Við urðum góðir vinir Hurðaskellis og Stúfs þá og höfum lent í ýmsum ævintýrum með þeim síðan," segir Magnús og vill meina að börnin hafi ekki breyst mikið í gegnum árin en jólaböllin, og hugarfar foreldranna hafi breyst meira. „Börnin eru alltaf jafn skemmtileg, en áður fyrr var mikið um risastór jólaböll. Metnaðurinn fyrir þeim virðist hafa minnkað," segir Magnús. Þeir félagar fara um hvippinn og hvappinn á hverju ári til að skemmta börnum og alltaf hafa þeir nikkuna með í för. „Þetta er samt erfitt. Eitt árið ákváðum við að bæta fugladansinum inn í prógramið. Mér fannst það stórgóð hugmynd þar til ég þurfti að framkvæma hana. Þorgeir slapp vel því hann stóð uppi á sviði með nikkuna á meðan ég var dansandi útí sal. Svo vorum við jafnvel með nokkur böll í röð. Ég var alveg búinn á því eftir slíka daga, enda ekkert venjulega þungur," rifjar Magnús upp og hlær. „En það er svo gaman að skemmta börnunum. Þó þau togi í skeggið og klípi mann. Maður klípur þau þá bara til baka," bætir hann við.
Jólafréttir Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjá meira