„Ísland er lítið land, en risi á sviði jarðhita," segir Dr. Sri Mulyani Indrawati, framkvæmdastjóri Alþjóðabankans og fyrrverandi fjármálaráðherra Indónesíu. Indrawati er virt á heimsvísu og þykir með valdamestu og áhrifamestu konum veraldar.
Hún telur sérþekkingu á Íslandi, á sviði jarðhitanýtingar og nýtingar á endurnýjanlegum orkugjöfum, geta hjálpað ríkjum heims að takast á við miklar áskoranir á sviði orkumála sem heimurinn stendur nú frammi fyrir.
Indrawati er gestur nýjasta þáttar Klinksins, þar sem hún ræðir um orkumál á víðum grunni, ekki síst stöðu mála í Indónesíu og Asíu, og síðan einnig tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir í þessum efnum.
Indrawati var ein þeirra sem tók þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, sem hófst í Hörpunni um helgina og lýkur í dag.
Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Ísland er „jarðhitarisi“ - miklar áskoranir framundan í orkumálum heimsins
Magnús Halldórsson skrifar
Mest lesið

Hvar er opið um páskana?
Neytendur


Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent


Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi
Viðskipti innlent


Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Spotify liggur niðri
Neytendur
