Strákarnir okkar voru þungir á brún eftir leikinn gegn Ungverjum. Þeir eru komnir áfram í milliriðil en vildu sigur og ekkert annað í kvöld.
„Mér líður frekar leiðinlega. Mér finnst að við eigum að vinna þetta lið,“ sagði keppnismaðurinn Arnór Atlason eftir leik.
Hann vaknaði stífur í kálfa og gekk ekki heill til skógar í kvöld. Hann gaf þrátt fyrur það ekkert eftir og skoraði mikilvæg mörk í síðari hálfleik.
„Ég gat spilað það sem ég gat spilað í dag og ekkert meira um það að segja,“ sagði Arnór en hann vildi lítið ræða meiðslin.
„Við fengum oft fín færi en vorum að láta verja allt of mikið frá okkur. Við ætluðum okkur tvö stig og vorum ekki nógu góðir. Spiluðum ekki nógu vel til þess að fá tvö stig.“
„Okkur fannst við spila hræðilega í fyrri hálfleik en samt vorum við bara einu marki undir. Þetta var bara ekki nóg í dag.“
Arnór: Eigum að vinna þetta lið
Tengdar fréttir
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 27-27 | Svekkjandi jafntefli gegn Ungverjum
Ísland varð að sætta sig við jafntefli gegn Ungverjum á EM í handbolta og náði þar með ekki að hefna fyrir tapið sára á Ólympíuleikunum í London. Ísland er þó öruggt áfram í milliriðlakeppnina.
Guðjón Valur: Lít á þetta sem tapað stig
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var hundfúll eftir jafnteflið á móti Ungverjum í kvöld en íslenska landsliðið fékk á sig jöfnunarmark átta sekúndum fyrir leikslok og tókst síðan ekki að nýta síðustu sóknina sína.
Aron: Þetta stig gæti orðið mjög dýrmætt í framhaldinu
Íslenska handboltalandsliðið var grátlega nálægt því að vinna annan leik sinn í röð á EM í Danmörku þegar liðið gerði 27-27 jafntefli við Ungverja í Álaborg í kvöld. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari sá þetta bæði sem unnið og tapað stig.