Íslenskt hugvit í snjóvélum í Sotsjí Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. febrúar 2014 19:32 Snjógerðarvélin Fulltrúar Stálnausts í Noregi ásamt kollegum sínum með vélina góðu í baksýn. Vísir/Stálnaust „Við sendum tvo menn út til Noregs til að smíða tanka til að búa til snjó,“ segir Þorsteinn Birgisson, framkvæmdastjóri Stálnausts í Hafnarfirði. Þorsteinn og félagar hans hjá Stálnausti unnu að þróun og smíði véla sem framleiða snjó sem helst er notaður við iðkun skíðaíþrótta og nú á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Snjóvélin samanstendur af krapavélum frá Kanada og tanki sem aðskilur snjó frá vökva. „Þeir settu krapann í tank og þar tókum við við, blönduðum í krapann vatni þar til út kom heill snjór. Krapinn er hins vegar búinn til með saltupplausn sem er keyrð í gegnum vélarnar og síðan aðskilin í tanknum, upplausnin hringkeyrð og þannig færst ferskur snjór,“ segir Þorsteinn. Þeir tóku þátt verkefninu frá upphafi og einnig hreinsunarferlinu þar til snjórinn var orðinn hreinn og tilbúinn til notkunar. Það var norska fyrirtækið Snow Smart sem fékk Þorstein og félaga til liðs við sig í þessari framleiðslu. Vélarnar voru síðan seldar frá Noregi til Finnlands sem leigir Rússum vélarnar fyrir Ólympíuleikana, sér í lagi við skíðastökk. Vélarnar sem Stálnaust smíðaði hafa sést á öldum ljósvakans undanfarið við sýningar frá leikunum en fáir sem vita að íslenskt hugvit hafi komið að framleiðslu þeirra. Tæknin sem notuð er er ný af nálinni. „Það sem kom skemmtilega á óvart er að þessi snjór þolir töluvert hærra hitastig en venjulegur snjór, en það er vegna þessara ákveðnu saltupplausna sem þrýst er í gegnum þar til gerða „jektora“,“ segir Þorsteinn. Snjóvélarnar geta framleitt 7.500 rúmmetra af ferskum snjó á sólarhring og eru færanlegar á tveimur svokölluðum „trailerum“. Stálnaust ehf. var stofnað árið 1998 og sérhæfir sig í smíði á færiböndum og ýmsum lausnum fyrir matvælavinnslu og innréttingar hvort sem er í hesthús eða eldhús ásamt því að annast smíði úr ryðfríu efni og áli. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við sendum tvo menn út til Noregs til að smíða tanka til að búa til snjó,“ segir Þorsteinn Birgisson, framkvæmdastjóri Stálnausts í Hafnarfirði. Þorsteinn og félagar hans hjá Stálnausti unnu að þróun og smíði véla sem framleiða snjó sem helst er notaður við iðkun skíðaíþrótta og nú á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Snjóvélin samanstendur af krapavélum frá Kanada og tanki sem aðskilur snjó frá vökva. „Þeir settu krapann í tank og þar tókum við við, blönduðum í krapann vatni þar til út kom heill snjór. Krapinn er hins vegar búinn til með saltupplausn sem er keyrð í gegnum vélarnar og síðan aðskilin í tanknum, upplausnin hringkeyrð og þannig færst ferskur snjór,“ segir Þorsteinn. Þeir tóku þátt verkefninu frá upphafi og einnig hreinsunarferlinu þar til snjórinn var orðinn hreinn og tilbúinn til notkunar. Það var norska fyrirtækið Snow Smart sem fékk Þorstein og félaga til liðs við sig í þessari framleiðslu. Vélarnar voru síðan seldar frá Noregi til Finnlands sem leigir Rússum vélarnar fyrir Ólympíuleikana, sér í lagi við skíðastökk. Vélarnar sem Stálnaust smíðaði hafa sést á öldum ljósvakans undanfarið við sýningar frá leikunum en fáir sem vita að íslenskt hugvit hafi komið að framleiðslu þeirra. Tæknin sem notuð er er ný af nálinni. „Það sem kom skemmtilega á óvart er að þessi snjór þolir töluvert hærra hitastig en venjulegur snjór, en það er vegna þessara ákveðnu saltupplausna sem þrýst er í gegnum þar til gerða „jektora“,“ segir Þorsteinn. Snjóvélarnar geta framleitt 7.500 rúmmetra af ferskum snjó á sólarhring og eru færanlegar á tveimur svokölluðum „trailerum“. Stálnaust ehf. var stofnað árið 1998 og sérhæfir sig í smíði á færiböndum og ýmsum lausnum fyrir matvælavinnslu og innréttingar hvort sem er í hesthús eða eldhús ásamt því að annast smíði úr ryðfríu efni og áli.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira