Formaður VG segir lekamálið stöðugt alvarlegra Heimir Már Pétursson skrifar 18. ágúst 2014 14:28 Formaður Vinstri grænna segir að innanríkisráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé fyrr. Breyting á ráðuneytum firri menn ekki pólitískri ábyrgð. vísir/stefán/daníel Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir lekamálið stöðugt verða alvarlegra og staða innanríkisráðherra sé þung. Þá virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og ráðherra hefði átt að draga sig að fullu í hlé mun fyrr. Ekki liggur fyrir hver tekur við dómsmálunum af Hönnu Birnu Kristjánsdóttir innanríkisráðherra eftir að hún óskaði eftir því á föstudag að verða leyst undan þeim málaflokki. Formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að koma sér saman um hvort þau mál fari til einhvers af núverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins eða hvort jafnvel nýr ráðherra verði tekinn inn í ríkisstjórnina. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir málið hafa verið alvarlegt frá upphafi en málið hafi breyst við það að ákæra hafi verið boðuð á hendur aðstoðarmanns innanríkisráðherra. „Lekinn sjálfur er auðvitað alvarlegt mál. Í kjölfarið virðist upplýsingagjöf til Alþingis hafa verið ófullnægjandi og síðan á ráðherra óbókaða fundi með lögreglustjóranum. Þannig að þetta er svona heldur orðið alvarlegra eftir því sem fram hefur liðið. Þannig að staðan er auðvitað þung fyrir ráðherrann," segir Katrín. Ráðherrann beri ábyrgð á aðstoðarmanninum, bæði stjórnskipunarlega og pólitískt. „Ég hefði líklega talið hyggilegast fyrir að víkja eða stíga til hliðar alfarið úr embætti, að minnsta kosti á meðan á þessu máli stendur,“ segir Katrín. Hún segir þingflokk Vinstri grænna taka afstöðu til boðaðrar vantrauststillögu Pírata þegar þing komi saman eftir um þrjár vikur. Stóra áhyggjuefnið sé að traust á innanríkisráðuneytinu sem sinni mörgum mjög mikilvægum málum hafi dvínað. Það leysi ekki málið að dómsmálin verði varanlega flutt frá innanríkisráðuneytinu og dómsmálaráðuneyti stofnað á nýjan leik eins og fram hafi komið í umræðunni. „Mér finnst umræða um það að breyta skipan ráðuneyta ekki í raun snúast um pólitíska ábyrgð í þessu máli. Hún er bara allt önnur og leysir fólk ekkert undan þeirri ábyrgð. Það er ríkisstjórninni auðvitað í sjálfsvald sett að óska eftir því að málaflokkum sé háttað með ólíkum hætti. En mér finnst það bara vera önnur umræða,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Lekamálið Tengdar fréttir „Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58 „Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Fleiri fréttir Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Sjá meira
„Ég tel að Hanna Birna komist í gegnum þetta mál" „Augljóslega er þetta mjög óþægileg staða fyrir ráðherra en mér finnst hún hafa brugðist vel við,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í samtali við Sigurjón M. Egilsson í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni. 17. ágúst 2014 11:58
„Mér finnst blóðhundarnir vilja meira blóð“ „Það er ekki mikið að í íslensku samfélagi ef þetta heldur okkur uppteknum í fjóra mánuði. Það er algjör steypa að þetta sé fyrsta frétt viku eftir viku,“ segir þingflokksformaður Framsóknar. 18. ágúst 2014 07:00