Ragnheiður og Gullna hliðið hlutu flest verðlaun Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júní 2014 16:52 Allir verðlaunahafar kvöldsins á sviðinu. Vísir/Daníel Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014 Gríman Leikhús Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Gríman, voru veitt í 12. skiptið við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Sýningarnar Ragnheiður og Gullna hliðið voru sigursælar og hlutu báðar þrenn verðlaun á hátíðinni en Ragnheiður var meðal annars valin sýning ársins. Kynnar kvöldsins voru Bergur Ebbi og Dóri DNA og slógu þeir á létta strengi eins og þeim einum er lagið. Sýningin Stóru börnin eftir Lilju Sigurðardóttur hlaut Grímuverðlaunin í ár sem leikrit ársins. Sýningin var flutt af leikhópnum LabLoki í Tjarnarbíói í vetur og fjallar um konu sem býður upp á þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja upplifa það að ganga aftur í barndóm. Þá hlutu bæði Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í verkinu Eldraunin eftir Arthur Miller, sem sýnt var í Borgarleikhúsinu. Hvorki Hilmir Snær né Margrét gátu tekið á móti verðlaununum en sendu fulltrúa í sinn stað, Hilmir Snær sendi dóttur sína og Margrét leikkonuna Tinnu Gunnlaugsdóttur. Það var svo leikkonan Kristbjörg Kjeld sem hlaut heiðursverðlaun ársins fyrir ævistarf. Það var Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sem afhenti henni verðlaunin við mikið lófaklapp áhorfenda. Þess má geta að Kristbörg uppskar mikinn hlátur fyrr um kvöldið er hún veitti Margréti verðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og var næstum því búin að tilkynna nafn sigurvegarans án þess að lesa upp nöfn tilnefndra. Verðlaunin á hátíðinni skiptust þannig:RagnheiðurSýning ársins 2014eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik ErlingssonÍslenska óperanStóru börninLeikrit ársins 2014eftir Lilju SigurðardótturLab LokiÓperan Ragnheiður var sigursæl á hátíðinni og hlaut þrenn verðlaun, meðal annars sem sýning ársins.Egill Heiðar Anton PálssonLeikstjóri ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHilmir Snær GuðnasonLeikari ársins 2014 í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðMargrét VilhjálmsdóttirLeikkona ársins 2014í aðalhlutverkifyrir EldrauninaÞjóðleikhúsiðBergur Þór IngólfssonLeikari ársins 2014 í aukahlutverkifyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðStóru börnin sem sýnt var í Tjarnarbíói var valið leikrit ársins.Nanna Kristín MagnúsdóttirLeikkona ársins 2014 í aukahlutverkifyrir ÓskasteinaBorgarleikhúsiðEgill IngibergssonLeikmynd ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarHelga Mjöll OddsdóttirBúningar ársins 2014fyrir Gullna hliðiðLeikfélag AkureyrarGunnar ÞórðarsonTónlist ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanVala Gestsdóttir og Kristinn Gauti EinarssonHljóðmynd ársins 2014fyrir Litla prinsinnÞjóðleikhúsiðBjörn Bergsteinn Guðmundsson og Petr HloušekLýsing ársins 2014fyrir Furðulegt háttalag hunds um nóttBorgarleikhúsiðElmar GilbertssonSöngvari ársins 2014fyrir RagnheiðiÍslenska óperanKristbjörg Kjeld hlaut Heiðursverðlaun Leiklistarsambands.Vísir/StefánBrian GerkeDansari ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnValgerður RúnarsdóttirDanshöfundur ársins 2014fyrir F A R A N G U RÍslenski dansflokkurinnSöngur hrafnanna eftir Árna Kristjánssonútvarpsverk ársins 2014Leikstjórn Viðar EggertssonÚtvarpsleikhúsið á RÚVTyrfingur Tyrfingsson – leikskáldSproti ársins 2014fyrir BláskjáÓskabörn ógæfunnar og BorgarleikhúsiðHamlet litli eftir Berg Þór IngólfssonBarnasýning ársins 2014BorgarleikhúsiðKristbjörg KjeldHeiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands 2014
Gríman Leikhús Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira