Conor McGregor kláraði Rússann Siver í annarri lotu fyrir framan troðfulla höll og það er óhætt að segja að Írinn hafi verið hrókur alls fagnaðar þegar hann pakkaði andstæðingi sínum saman.
Gunnar Nelson, góður vinur Conor McGregor, lýsti bardaganum ásamt Pétri Marinó Jónssyni og nú er hægt að sjá allan bardagann hér fyrir neðan.
Conor McGregor er mikill karakter og viðbrögð hans, við því að Dennis Siver neitaði að heilsa honum rétt fyrir bardagann, komu Gunnari ekki mikið á óvart.
Þetta var mikil sýning og ekki skemmir fyrir að heyra hvað Gunnari Nelson finnst um tilþrif vinar síns. Allt um það í myndbandinu hér fyrir neðan.