Lokahringurinn á Masters farinn af stað | Nær Spieth að klára dæmið? 12. apríl 2015 16:14 Það hefur allt snúist um snilli þessa unga kylings á Masters í ár. Getty Spennan fyrir lokahringinn á Mastersmótinu er mikil en aðstæður til golfiðkunar á Augusta National eru fínar eins og er þrátt fyrir að veðurspáin segi að það séu 30% líkur á rigningu þegar líða tekur á lokahringinn. Eins og dyggir golfáhugamenn vita leiðir hinn ungi Jordan Spieth með fjórum höggum fyrir lokahringinn en þessi spennandi kylfingur hefur varla stigið feilspor hingað til. „Ég held að lykillinn á lokahringnum verði þolinmæði, ég verð að vera þolinmóður og ég má ekki láta það fara í taugarnar á mér ef ég missi högg,“ sagði Spieth við fréttamenn Golf Channel eftir þriðja hring í gær. „Stutta spilið hjá mér hefur verið frábært hingað til, ég hef vippað vel og sett mörg mikilvæg pútt niður, vonandi tekst mér að halda því áfram þrátt fyrir að pressan á lokahringnum verði mikil.“Stór nöfn geta gert atlögu að titlinum í kvöld Á eftir Spieth koma þeir Justin Rose og Phil Mickelson, fjórum og fimm höggum til baka en þeir hafa sýnt áður í stórum mótum að þeir geta hæglega unnið forskot eins og það niður. Mickelson virkaði bjartsýnn í viðtali eftir þriðja hring í gær þrátt fyrir að gengi hans hingað til á árinu hafi ekki verið upp á marga fiska. „Ég elska að spila á Masters, það er bara allt svo fullkomið við þennan stað. Ég vissi að ég þyrfti að grafa djúpt og koma inn á góðu skori á þriðja hring til þess að eiga möguleika á sunnudeginum og mér tókst það. Hvað sem gerist þá verður lokahringurinn örugglega spennandi.“ Það er erfitt að minnast á gengi hins 21 árs Jordan Spieth á Masters í vikunni án þess að bera hann saman við Rory McIlroy en Norður-Írinn var einnig með forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu árið 2011, þá 21 árs gamall eins og Spieth. Minnugir golfáhugamenn muna eftir því að McIlroy gjörsamlega féll saman á lokahringnum og kom inn á 80 höggum eða átta yfir pari. Þar hafði pressan betur en stóra spurningin fyrir lokahringinn í kvöld er hvernig Jordan Spieth höndlar hana. Þessi golfveisla sem lokahringurinn á Masters mótinu er ávalt verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00. Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Spennan fyrir lokahringinn á Mastersmótinu er mikil en aðstæður til golfiðkunar á Augusta National eru fínar eins og er þrátt fyrir að veðurspáin segi að það séu 30% líkur á rigningu þegar líða tekur á lokahringinn. Eins og dyggir golfáhugamenn vita leiðir hinn ungi Jordan Spieth með fjórum höggum fyrir lokahringinn en þessi spennandi kylfingur hefur varla stigið feilspor hingað til. „Ég held að lykillinn á lokahringnum verði þolinmæði, ég verð að vera þolinmóður og ég má ekki láta það fara í taugarnar á mér ef ég missi högg,“ sagði Spieth við fréttamenn Golf Channel eftir þriðja hring í gær. „Stutta spilið hjá mér hefur verið frábært hingað til, ég hef vippað vel og sett mörg mikilvæg pútt niður, vonandi tekst mér að halda því áfram þrátt fyrir að pressan á lokahringnum verði mikil.“Stór nöfn geta gert atlögu að titlinum í kvöld Á eftir Spieth koma þeir Justin Rose og Phil Mickelson, fjórum og fimm höggum til baka en þeir hafa sýnt áður í stórum mótum að þeir geta hæglega unnið forskot eins og það niður. Mickelson virkaði bjartsýnn í viðtali eftir þriðja hring í gær þrátt fyrir að gengi hans hingað til á árinu hafi ekki verið upp á marga fiska. „Ég elska að spila á Masters, það er bara allt svo fullkomið við þennan stað. Ég vissi að ég þyrfti að grafa djúpt og koma inn á góðu skori á þriðja hring til þess að eiga möguleika á sunnudeginum og mér tókst það. Hvað sem gerist þá verður lokahringurinn örugglega spennandi.“ Það er erfitt að minnast á gengi hins 21 árs Jordan Spieth á Masters í vikunni án þess að bera hann saman við Rory McIlroy en Norður-Írinn var einnig með forskot fyrir lokahringinn á Mastersmótinu árið 2011, þá 21 árs gamall eins og Spieth. Minnugir golfáhugamenn muna eftir því að McIlroy gjörsamlega féll saman á lokahringnum og kom inn á 80 höggum eða átta yfir pari. Þar hafði pressan betur en stóra spurningin fyrir lokahringinn í kvöld er hvernig Jordan Spieth höndlar hana. Þessi golfveisla sem lokahringurinn á Masters mótinu er ávalt verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira