Arnar: Barátta umfram gæði í „Glasgow“-slag KR og FH Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2015 11:30 Arnar Grétarsson stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn í efstu deild í kvöld. vísir/ernir „Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira
„Ég er með smá hnút í maganum rétt eins og maður væri að fara að spila. Ég er búinn að telja niður dagana í þennan leik,“ segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, við Vísi. Arnar og lærisveinar hans fara loks af stað í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja Fylki í lokaleik fyrstu umferðar. Þetta verður fyrsti leikur Arnars sem þjálfari í Pepsi-deildinni.Sjá einnig:Hjörvar: Voru Fylkismenn að kaupa sér tíma vegna meiðsla Alberts Ingasonar? Leiknum var frestað frá sunnudegi til fimmtudags vegna vallarskilyrða í Árbænum, en vallarstjóri Fylkismanna útskýrði ástæðuna að hluta til í samtali við Vísi í gær. „Maður pirraði sig á þessu fyrstu dagana enda fannst mér með ólíkindum að KSÍ samþykkti þetta. En þetta er bara svona. Við spilum þennan leik og nú einbeitum við okkur alfarið að honum,“ segir Arnar.Blikar eru Lengjubikarmeistarar.vísir/andri marinóEkki eins og í Fífunni Fyrrverandi landsliðsmaðurinn fer vel af stað sem þjálfari Breiðabliks, en undir hans stjórn vann liðið tvo titla á undirbúningstímabilinu; Fótbolti.net-mótið og Lengjubikarinn. En nú hefst alvaran.Sjá einnig:Ásmundur: Þeir eru kræfir í Pepsi-mörkunum „Þetta verður djöfull erfiður leikur sem getur farið hvernig sem er. Þetta verður öðruvísi leikir en þeir sem við höfum spilað í Fífunni. Ég á ekki von á neinu teppi í Árbænum. Menn verða bara vera klárir í bardaga,“ segir Arnar. Arnar fylgdist með fyrstu umferðinni og býst við baráttuleik í kvöld þar sem veður- og vallarskilyrði verða eflaust ekki eins og best verður á kosið.Sören Frederiksen reynir að komast framhjá Böðvari „löpp“ Böðvarssyni.vísir/stefánEins og „Glasgow“-slagur Hann sá vitaskuld stórleik KR og FH á mánudagskvöldið sem FH vann, 3-1. Að hans mati var ekki mikill fótbolti spilaður þar, en kalt og vindasamt vorið spilaði þar inn í. „Það kom mér svolítið á óvart hvað það var rosalega lítið reynt að spila í þeim leik. FH-liðið kom mér til dæmis svakalega á óvart. Það var greinilega uppleggið hjá KR að koma inn af fullum krafti og taka FH út með látum, en ég bjóst við öðru af FH,“ segir Arnar. „Ég sá líka leik ÍA og Stjörnunnar. Völlurinn upp á Skaga var í ívið betra ástandi og þar var meiri fótbolti spilaður. Vitaskuld getur þetta farið eftir aðstæðum.“ „Sá leikur sem minnstur fótbolti var spilaður var hjá KR og FH. Aftur á móti var mesta tempóið í þeim leik og menn fengu hvað minnstan tíma á boltanum.“ „Þetta minnti mig svolítið á Glasgow-slag á milli Rangers og Celtic. Inn á vellinum voru gæðaleikmenn en samt duttu bæði lið rosalega mikið í þann pakka að berjast frekar en að spila fótbolta. Það eru gæði í báðum liðum en þau komu ekki fram,“ segir Arnar Grétarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn „Það verður alltaf talað um hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Sjá meira