Bændur vilja að ráðherra grípi til aðgerða vegna verkfalls dýralækna ingvar haraldsson skrifar 18. maí 2015 17:03 Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra. „Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum,“ segir í bréfi sem Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda hafa sent Sigurði Inga Jóhannssyni landbúnaðarráðherra vegna yfirstandandi verkfalls dýralækna innan BHM.Segja fjöldagjaldþrot blasa við Verkfall dýralækna innan BHM hjá Matvælastofnun hófst þann 20. apríl síðastliðinn. Bændur segja það hafi haft mikil áhrif á stöðu alifugla- og svínabænda þar sem slátrun hefur stöðvast í verkfallinu. „Er staðan orðin þannig að algjört neyðarástand ríkir á mörgum búum. Velferð dýra er alvarlega ógnað en einnig stefnir í fjöldagjaldþrot í þessum búgreinum.Ekki hafa verið veittar undanþágur af hálfu dýralækna til slátrunar og sölu sem þýðir að búin hafa ekki tekjur til að sinna bústofni sínum.“Segjast ekki geta farið að lögum um dýravelferð Í bréfinu segir jafnframt að stjórnvöld hafi lagt ríkar skyldur á herðar bænda að gæta velferð dýra. „Við núverandi aðstæður er hins vegar ljóst að þeir geta engan veginn staðið undir þeim skyldum vegna verkfallsins. Landbúnaðarráðherra ber ábyrgð á framkvæmd þeirra laga sem bændum ber að starfa eftir og tryggja eðlilegt starfsumhverfi þeirra, en jafnframt velferð dýranna.“ „Í því ljósi gera Bændasamtök Íslands, Svínaræktarfélag Íslands og Félag kjúklingabænda annað hvort þá kröfu að landbúnaðarráðherra tryggi að dýralæknar verði við störf hjá Matvælastofnun í því skyni að bændum verði tryggð eðlileg starfsskilyrði og velferð dýra þeirra virt, eða að ríkið taki yfir þær skyldur sem kveðið er á um í lögum um velferð dýra og lagðar eru á bændur,“ segir í tilkynningunni. Í samtali við fréttastofu segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, þó að ekki sé beinlínis verið að fara fram á að lög verði sett á verkfallið. „Við erum einfaldlega að segja þeim að þetta er óásættanlegt og það verði að finna leiðir til að tryggja slátrun,“ segir Sindri. „Það er þeirra að finna út úr því hver sú leið er.“ Þá er í bréfinu bent á að sláturleyfishafar greiði til ríkisins eftirlitsgjald sem tryggja eigi ákveðna lögbundna þjónustu. „Sú þjónusta hefur ekki verið veitt á meðan verkfallinu hefur staðið. Bændasamtökin, Svínaræktarfélagið og Félag kjúklingabænda vill þá taka fram að ef aflífa þarf bústofn þá sé það hlutverk stjórnvalda að framkvæma það en ekki bænda.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira